Óskað er eftir hugmyndum að greinum eða umfjöllunarefnum í ársrit VIRK 2015 og lysthafendur beðnir um að hafa samband við ritstjóra á eysteinn@virk.is.
Ávinningurinn af starfi VIRK fyrir lífeyrissjóði og mikilvægi árangursríks samstarfs milli VIRK og lífeyrissjóða var til umfjöllunar á fundi með fulltrúum launamanna og atvinnurekenda.
Sesselja G. Sigurðardóttir og Ásta St. Eiríksdóttir í Kennarahúsi telja að þátttaka í þróunarverkefninu Virkum vinnustað hafi skilað mikilvægum árangri.
Starfsfólk í Kennarahúsinu við Laufásveg í Reykjavík hefur undanfarin þrjú ár tekið þátt í þróunarverkefni á vegum VIRK sem nefnist „Virkur vinnustaður“. Að mati Sesselju G. Sigurðardóttur og Ástu St. Eiríksdóttur hefur verkefnið skilað mikilvægum árangri, en það er nú á lokasprettinum.
Nýútkomin skýrsla Talnakönnunnar sýnir um 10 milljarða ávinning af starfsemi VIRK árið 2013 sem skilaði sér til Tryggingarstofnunar, lífeyrissjóða, ríkisins og einstaklinga.
„Ég er nú komin til vinnu og gengur ágætlega nema hvað verkina snertir. Ég vil þakka VIRK fyrir þá góðu aðstoð sem ég fékk. Mitt álit er að starfsemin sem þar er rekin sé mjög uppbyggjandi fyrir þá sem lenda í erfiðum aðstæðum, eins og ég gerði. Ég hvet fólk eindregið til að nýta sér starfsemina hjá VIRK. Það er engin svikinn af aðstoð VIRK.“