Fara í efni

VIRK framúrskarandi 2020

Til baka

VIRK framúrskarandi 2020

Creditinfo staðfesti nýverið að VIRK Starfsendurhæfingarsjóður er í hópi framúrskarandi fyrirtækja á Íslandi árið 2020, fimmta árið í röð.

Eingöngu komu til greina þau fyrirtæki sem staðist hafa styrkleikamat Creditinfo og uppfylla ströng skilyrði sem lögð eru til grundvallar við greiningu á framúrskarandi fyrirtækjum 2020.

2% fyrirtækja í landinu uppfylla kröfurnar. VIRK er nr. 89 af 842 fyrirtækjum sem eru framúrskarandi.

Til að teljast framúrskarandi fyrirtæki 2020 þarf að uppfylla þessi skilyrði:

  • Hefur skilað ársreikningi til RSK fyrir rekstrarárin 2017–2019
  • Hefur skilað nýjasta ársreikningi á réttum tíma
  • Er í lánshæfisflokki 1, 2 eða 3
  • Rekstrarhagnaður (EBIT) var jákvæður rekstrarárin 2017–2019
  • Ársniðurstaða var jákvæð rekstrarárin 2017–2019
  • Eiginfjárhlutfall var a.m.k. 20% rekstrarárin 2017–2019
  • Framkvæmdastjóri er skráður í fyrirtækjaskrá RSK
  • Fyrirtækið er virkt samkvæmt skilgreiningu Creditinfo
  • Rekstrartekjur voru a.m.k. 50 m.kr. rekstrarárin 2017–2019
  • Eignir voru a.m.k. 100 m.kr. rekstrarárin 2017–2019

Fréttir

30.11.2022
23.09.2022

Hafa samband