Fara í efni

Virkjum góð samskipti

Til baka

Virkjum góð samskipti

VIRK hefur valið hugtökin umhyggja, jákvæðni, samkennd, þakklæti, tillitssemi og góðvild til að minna á í vitundarvakningu í fjölmiðlum og á netinu. Kynningaherferð vitundarvakningarinnar vísar inn á sérstaka síðu á velvirk.is – Virkjum góð samskipti.

Sjaldan hefur þörfin fyrir góð samskipti verið meiri en nú. Við þekkjum hvað það hefur mikið að segja þegar einhver sýnir manni tillitssemi, gefur sér tíma til að hlusta eða hvetur mann áfram. Lífið getur breytt um lit og við finnum fyrir meiri gleði og auknum krafti. Að finna fyrir góðvild og umhyggju getur skipt sköpum fyrir vellíðan og hvatt okkur til að sýna öðrum tillitsemi og hlýju.

Jákvæð og vingjarnleg samskipti smita út frá sér og við getum haft heilmikil áhrif á aðra með orðum og athöfnum. Og jákvæð áhrif þess að sýna öðrum góðvild, gefa af sér og láta í ljós þakklæti eru þekkt.

Þeir sem vilja, geta tekið þátt í herferðinni og „smitað" þessu áfram með því t.d. að setja inn myndir í „header“ á Facebooksíðu sinni. Sjá myndir sem nýtast til þess hér: umhyggja, jákvæðni, samkennd, þakklæti, tillitssemi og góðvild. (smella þarf á hlekkinn, vista mynd niður og setja svo inn á FB).

Myndbönd vitundarvakningarinnar má finna á Youtubesíðu VIRK.


Fréttir

13.10.2023
04.10.2023

Hafa samband