17.02.2011
Hvað er starfsendurhæfing?
Mismunandi skilgreiningar hafa verið notaðar til að lýsa hugtakinu starfsendurhæfing og því ferli sem á sér stað í
starfsendurhæfingu. Sumir hafa ennfremur viljað gera greinarmun á starfsendurhæfingu annars vegar og atvinnutengdri endurhæfingu hins vegar þar sem
atvinnutengd endurhæfing er talin hafa meiri skírskotun til starfs í atvinnulífinu á meðan starfsendurhæfing hefur það að markmiði að
efla getu einstaklinga til að sjá um sig sjálfir óháð þátttöku á vinnumarkaði. Þ.e. starf geti verið bæði
launað starf og önnur verkefni daglegs lífs.