02.05.2011
Hvað geta atvinnurekendur gert til að efla geðheilsu og hindra streitu?
Hægt er að grípa til margvíslegra ráðstafana til að efla geðheilsu, koma í veg fyrir streitu og létta lund starfsmanna.
Langtímaáhrif nást aðeins með víðtækri heilsueflingu. Samtvinna þarf og samhæfa margs konar ráðleggingar, bæði gagnvart
einstaklingum og fyrirtækinu í heild, til að viðhalda geðheilsu starfsmanna. Það ræðst af þörfum og aðstæðum innan hvers
fyrirtækis hvert eftirtalinna ráða er hægt að nýta, ein sér eða með öðrum.
Það er ekki nóg að breyta hegðun einstakra starfsmanna eingöngu. Fyrirtækið þarf að beina sjónum að innra skipulagi til að komast
fyrir streituvaldinn í vinnuumhverfinu sem hefur áhrif á vinnuskipulagið, vinnuánægju, hvatningu, og framleiðni.