12.10.2010
Í vinnu á ný miklu fyrr en hann átti von á
Samvinna mannauðsstjóra Mosfellsbæjar, Starfsendurhæfingarsjóðs og sjúkraþjálfara varð til þess að Matthías M.
Guðmundsson gat hætt í veikindaleyfi og hafið aftur störf mörgum mánuðum fyrr en hann átti von á.
Það var í janúar síðastliðnum sem Matthías, sem er 65 ára, varð að hætta störfum í
íþróttamiðstöð Mosfellsbæjar vegna mikilla verkja í baki. ,,Ég hef verið bakveikur í mörg ár og annað slagið
fengið sprautur og verið í sjúkraþjálfun. Það hefur alltaf dugað í einhvern tíma. Ég gat haldið 100 prósenta vinnu
þar til í janúar á þessu ári en þá var ég kominn með það mikla verki að ég var gjörsamlega
óvinnufær vegna kvala,“ greinir Matthías frá.