08.10.2010
Fræðsluefni fyrir stjórnendur og starfsmenn
Það er mikilvægt að bæði stjórnendur og starfsmenn séu vel upplýstir um mikilvægi góðrar fjarvistarstjórnunar og
starfsendurhæfingar á vinnustöðum. Starfsendurhæfingarsjóður hefur útbúið fjölbreytt fræðsluefni fyrir
stjórnendur og starfsmenn vegna þessa. Má þar meðal annars benda á eftirfarandi:
Ábendingar um mikilvæga þætti í mótun fjarvistarstefnu
Tíu ráð til að draga úr fjarvistum á vinnustað
Fræðsluefnið "Vinnum saman" inniheldur m.a. leiðbeiningar til stjórnenda
varðandi farsæla endurkomu til vinnu eftir veikindi eða slys
Fræðsluefnið "Úr veikindum í vinnu" inniheldur m.a. leiðbeiningar til
einstaklinga með skerta starfsgetu
Fjarvistarsamtalið inniheldur leiðbeiningar til stjórnenda og starfsmanna þar sem
markmiðið er að finna farsælar leiðir til að standa vörð um vinnugetu starfsmanna
Greinin "Fjarvistarstjórnun" eftir Ingibjörgu Þórhallsdóttur
sérfræðing hjá VIRK inniheldur ýmsar upplýsingar sem gagnast við mótun og framfylgni fjarvistarstefnu á vinnustað
Ofangreind fræðsluefni er m.a. að finna á síðunni "Fræðsla fyrir stjórnendur" sem er listuð upp
í gráa kassanum til vinstri á heimasíðu VIRK.