19.07.2010
Hlutverk samstarfsfólks við endurkomu til vinnu
Samstarfsfólk hefur mikil, en oft ósýnleg áhrif í tengslum við endurkomu til vinnu. Rannsókn Åsu Tjulin og fleiri við Institute for Work
& Health bendir til þess að samstarfsfólk hafi mikilvæga innsýn í hvernig best er að aðstoða veikan samstarfsmann við að koma aftur
í vinnu, eða við að vera áfram í vinnu. Þrátt fyrir þetta gleyma stjórnendur oft möguleikum sem felast í framlagi
þeirra. Hlutverk samstarfsfólks er einkum mikilvægt þegar einstaklingurinn kemur aftur til starfa.