Fréttir
20.12.2011
Námskeið á vegum NIVA á Íslandi
Þann 1.desember síðastliðinn var haldið NIVA námskeið á Hótel Sögu um geðheilsu og endurkomu til vinnu, en NIVA er norræn
fræðslumiðstöð um vinnuvernd. Helstu sérfræðingar á Norðurlöndunum fjölluðu þar um þetta efni auk þess
sem nokkrir íslenskir sérfræðingar sem vinna í málaflokknum voru með erindi. Námskeiðið hefur verið haldið á öllum
Norðurlöndunum og var opið öllum. Besta þátttakan var á námskeiðinu á Íslandi og er það mikið gleðiefni að
fagfólk hérlendis sýni málefninu áhuga.
15.12.2011
Samstarf við Rauland í Noregi
Rauland, sem er endurhæfingarstofnun í Noregi hefur sýnt sérhæfða mati VIRK mikinn áhuga undanfarna mánuði. Stofnunin hefur áhuga
á að nota og prófa sérhæfða matið í sínu starfi og er að hefja undirbúning að því. VIRK og Rauland hafa
ákveðið að hefja samstarf og vinna nánari rannsóknir á matinu. Starfsmenn Rauland komu til landsins nú í lok nóvember og funduðu
með starfsmönnum VIRK og sérfræðingum í sérhæfðu mati.
12.12.2011
Fékk nýja vinnu með hjálp ráðgjafans
„Ég get algjörlega þakkað Starfsendurhæfingarsjóði að ég er kominn með fasta vinnu. Mér fannst óhugsandi að hanga
heima þótt ég sé með skerta starfsgetu fyrir gamla starfið mitt. Það eru til önnur úrræði,“ segir Ársæll Freyr
Hjálmsson rafvirki sem lenti í alvarlegu vinnuslysi fyrir um ári síðan. Hann leitaði til Sigrúnar Sigurðardóttur ráðgjafa VIRK
og er nú kominn í fullt starf.
30.11.2011
Góður vinnustaður og lágmarks fjarvistir haldast í hendur
Í verkefninu Virkur vinnustaður sem lesa má um annars staðar hér á síðunni er stefnt að því að
þátttökufyrirtækin/stofnanirnar útbúi stefnu um vellíðan, fjarvistir og endurkomu til vinnu. Margar leiðir er hægt að fara að
því að búa til slíka stefnu, en hún snýst meðal annars um að skapa vinnuumhverfi sem hefur áhrif á vellíðan fólks
þannig að heilbrigða einstaklinga langi til að mæta í vinnuna. Gott vinnuumhverfi er þar sem starfsfólk er umburðarlynt gagnvart þeim sem vegna
heilsu sinnar þurfa að hliðra til varðandi vinnuaðstæður, vinnutíma eða verkefni. Einnig þar sem skilningur er á því að veiku
starfsfólki leyfist að vera veikt í ró og næði í stað þess að þrýsta á að það mæti sem fyrst til vinnu.
Lykilatriði til að viðhalda lágmarks fjarvistum er góður vinnustaður og gott vinnuumhverfi.
Lesa meira
28.11.2011
Fékk markvissa hvatningu og aðstoð
Hildur Sigurðardóttir, leikskólakennari á Akureyri, hefur átt við bakveiki að stríða frá unglingsárum. Hún var greind
með brjóskeyðingu og hefur tvisvar sinnum fengið brjósklos þótt hún sé aðeins 41 árs. Verkir í baki hafa lengi háð
henni í starfi.
„Ég gat yfirleitt stundað vinnu en þó komu dagar sem ég varð mjög slæm, það komu tímabil þar sem ég þurfti
að minnka við mig starfshlutfall vegna bakverkja“ segir Hildur sem er nýútskrifuð frá Starfsendurhæfingarsjóði. Þegar Hildur
leitaði til ráðgjafa VIRK var hún alveg óvinnufær vegna bakverkja en núna er hún komin í 70% starf.
23.11.2011
Stuðningur við starfsmann með kvíða
Í nágrannalöndum okkar hefur verið lögð mikil áhersla á það á undanförnum árum að stjórnendur séu
vakandi fyrir vellíðan starfsfólks með tilliti til andlegra erfiðleika eins og streitu, kvíða og þunglyndis. Hér á landi er þessi
umræða ekki komin eins langt á veg. Margir stjórnendur eru óvissir um hvernig þeir geta brugðist við og aðstoðað starfsfólk sitt
í þessum efnum. Starfsfólk er sömuleiðis oft í vafa um hvernig það á að styðja vinnufélaga sína sem glíma við
kvíðaraskanir eða alvarlegt þunglyndi.
16.11.2011
VIRK leitar að öflugum sérfræðingi á sviði gæðamála, upplýsingavinnslu og eftirlits
VIRK - Starfsendurhæfingarsjóður leitar að öflugum og metnaðarfullum sérfræðingi á sviði þróunar, gæða og
eftirlits. Um er að ræða fullt starf við þróun, uppbyggingu og viðhald á gæða-, upplýsinga- og eftirlitskerfi auk
tölfræðilegrar úrvinnslu gagna.
16.11.2011
Fræðsludagur með ráðgjöfum VIRK
Fræðsludagur fyrir ráðgjafa VIRK var haldinn í húsnæði BSRB 14. nóvember sl. Farið var yfir þróun á starfi
ráðgjafa og mikilvæga þætti í starfinu s.s. nýtt verklag og nýjungar í upplýsingakerfi. Árelía Eydís
Guðmundsdóttir kom svo eftir hádegi og hélt erindi um starfsánægju og vellíðan í starfi.
15.11.2011
Námskeið um geðheilsu og endurkomu til vinnu
Þann 1. desember næstkomandi verður haldið NIVA námskeið á Hótel Sögu um geðheilsu og endurkomu til vinnu.
Helstu sérfræðingar á Norðurlöndunum koma hingað til að fjalla um þetta efni en auk þeirra munu íslenskir sérfræðingar
sem vinna í málaflokknum tala. Námskeiðið er öllum opið.
Geðsjúkdómar eru meðal algengustu ástæðna langtímaforfalla af vinnumarkaði og því er samspil vinnuumhverfis og geðheilsu
starfsmanna mikilvægt skoðunarefni til að draga megi úr slíkum forföllum og örva líkur á að þeir sem hafa veikst af
geðsjúkdómi snúi aftur til vinnu.
Kostnaður vegna námskeiðsins er 150 evrur/mann.
Nánari upplýsingar um námskeiðið má fá á þessum hlekk.
http://www.niva.org/home/#article-22841-3730-nordic-tour-2011-mental-health-and-work-6111