23.11.2011
Stuðningur við starfsmann með kvíða
Í nágrannalöndum okkar hefur verið lögð mikil áhersla á það á undanförnum árum að stjórnendur séu
vakandi fyrir vellíðan starfsfólks með tilliti til andlegra erfiðleika eins og streitu, kvíða og þunglyndis. Hér á landi er þessi
umræða ekki komin eins langt á veg. Margir stjórnendur eru óvissir um hvernig þeir geta brugðist við og aðstoðað starfsfólk sitt
í þessum efnum. Starfsfólk er sömuleiðis oft í vafa um hvernig það á að styðja vinnufélaga sína sem glíma við
kvíðaraskanir eða alvarlegt þunglyndi.