26.10.2011
Trúnaðarmannafræðsla
Að undanförnu hefur sérfræðingur á vegum VIRK ásamt ráðgjöfum í starfsendurhæfingu verið með fræðslu fyrir
trúnaðarmenn og talsmenn stéttarfélaga um hugmyndafræði VIRK Starfsendurhæfingarsjóðs, framkvæmd og árangur. Fræðslan er
á vegum Félagsmálaskóla Alþýðu og er markmið hennar að trúnaðarmenn öðlist þekkingu á sjóðnum,
hlutverki hans og aðferðum.