07.06.2011
Nýr ráðgjafi
Stéttarfélögin á Reykjanesi hafa ráðið nýjan ráðgjafa til starfa í samstarfi við VIRK, en það er Elfa Hrund
Guttormsdóttir.
Elfa Hrund lauk embættisprófi í félagsráðgjöf frá Háskóla Íslands í júní 2003 og BA prófi
í uppeldis- og menntunarfræði frá sama skóla árið 1999.
Elfa Hrund hefur mikla reynslu af starfi við félagsþjónustu og vann hjá Fjölskyldu – og félagsþjónustu Reykjanesbæjar frá
árinu 2000 – 2011.