13.07.2011
Tíu ráð til að bæta fyrirtækisbrag
Góður fyrirtækisbragur eða fyrirtækismenning hefur áhrif á tryggð starfsmanna og löngun þeirra til að vera í vinnunni.
Fyrirtækisbragur nær til allra þátta vinnuumhverfisins, skipulags, andrúmslofts, hvernig fólki líður í vinnunni, hvernig samskipti eru
á vinnustaðnum, vinnunar sjálfrar, - alls, hvort sem um er að ræða skráðar eða óskráðar reglur.
Góður fyrirtækisbragur getur bætt afkomu fyrirtækisins, en slæmur fyrirtækisbragður dregur úr henni. Pirrað starfsfólk, viðvera
í vinnu án framleiðni, slúður og óskipulagðar fjarvistir geta verið afleiðing þess að fólki líður ekki vel í
vinnunni. Hér að neðan eru tíu ráð til að bæta fyrirtækisbrag á þínum vinnustað.