28.06.2011
Rannsóknir varðandi endurkomu til vinnu (ETV)
Heilbrigðisstarfsfólk gegnir mikilvægu hlutverki í „endurkomu til vinnu“ (ETV) fyrir fólk sem á við heilsuvanda að stríða og
viðhorf þess og leiðbeiningar hafa afgerandi áhrif á bæði einstaklinga og fyrirtæki.
Mikil umræða hefur verið erlendis og hér heima vegna langtíma veikindavottorða lækna og þær takmarkanir sem þau leggja á fólk
vegna endurkomu til vinnu.
Rannsakendur í Kanada vildu skilja ástandið betur og gerðu samanburðarrannsókn þar sem allir meðferðaraðilar mátu sömu þrjá
einstaklingana með tilliti til endurkomu til vinnu.