17.12.2010
Til vinnu á ný
Gott samstarf ráðgjafa í starfsendurhæfingu og yfirmanna hjá Orkuveitunni varð til þess að Lára Baldursdóttir komst nokkrum
mánuðum fyrr til vinnu, heldur en gert var ráð fyrir samkvæmt reglum á vinnustaðnum. Hún segir það hafa skipt sköpum fyrir sig að geta
byrjað í hálfu starfi eftir margra mánaða veikindaleyfi.
,,Ég fór í mikla bakaðgerð í október 2009 en þá hafði ég verið algjörlega óvinnufær í tvo til
þrjá mánuði. Ég hafði um nokkurra ára skeið af og til verið slæm í baki. Þetta kom yfirleitt í köstum. Ég
reyndi að þrauka eins lengi og ég gat í vinnunni og fannst eiginlega best að standa við störf mín. Ég var þó alltaf með mikla verki
í þessum köstum, alveg niður í fætur, en verkjalyf virkuðu illa á mig,“ segir Lára sem starfað hefur hjá Orkuveitu
Reykjavíkur í rúm 10 ár.