05.01.2010
Atvinnutenging í starfsendurhæfingu
Atvinnutenging er mikilvægur þáttur þegar árangur í starfsendurhæfingu er skoðaður. Það sem þar skiptir máli er
sveigjanleiki, skilningur og stuðningur atvinnurekanda. Aðrir þættir tengjast oft félagslegu umhverfi svo sem stuðningi frá fjölskyldu og vinum.
Fyrir ákveðinn hóp sem býr við skerta starfsgetu vegna slysa, veikinda eða fötlunar getur atvinnutengingin falist í að skapa sér
atvinnutækifæri í eigin rekstri, sem býður þá upp á þann sveigjanleika og áhugatengingu sem starfsgeta viðkomandi
leyfir.