01.07.2015
Atvinnurekendur skilningsríkir
„Ég vil leggja áherslu á að atvinnurekendur sem ég hef haft samskipti við í sambandi við IPS-verkefnið hafa sýnt því mikinn skilning og áhuga og verið tilbúnir til að horfa á styrkleika einstaklingsins en ekki takmarkanir. Það skiptir öllu máli og er grunnurinn að þessu starfi. Sem og góð tengsl einstaklings við sitt vinnuumhverfi.“