Fara í efni

Fréttir

Stöðug þróun og skýr sýn til framtíðar

Árið 2024 var mjög annasamt ár í starfssemi VIRK. Aldrei hafa fleiri umsóknir þjónustu borist til VIRK og fjöldi nýrra einstaklinga í þjónustu á árinu 2024 er sá mesti frá upphafi.

Ákvörðun sem hefur margborgað sig

Hin djarfa ákvörðun aðila vinnumarkaðarins árið 2008 hefur sannarlega verið gæfuspor og árangurstölurnar tala sínu máli. Við sem stöndum að VIRK erum stolt af starfseminni og þeim árangri sem náðst hefur. Að baki tölunum er velferð einstaklinga sem hafa fundið sína fjöl á ný eftir heilsubrest. Höldum áfram á sömu braut!

Rafver og Hrafnista VIRKT fyrirtæki 2025

Viðurkenningin VIRKT fyrirtæki er veitt fyrirtækjum eða stofnunum sem sinnt hafa samstarfinu við atvinnutengingu VIRK sérlega vel, sýnt samfélagslega ábyrgð og þannig hvatt önnur fyrirtæki til góðra verka.

Ársfundur 2025

Ársfundur VIRK var haldinn þriðjudaginn 29. apríl á Hilton Reykjavík Nordica.

20,2 milljarða ávinningur af starfsemi VIRK

20,2 milljarða ávinningur var af starfsemi VIRK árið 2024 og sparnaður samfélagsins á hvern útskrifaðan þjónustuþega VIRK nam 14,3 milljónum króna það ár.

Kulnun og vinnumarkaðurinn - Morgunfundur 13. febrúar

Jósef Sigurðsson, dósent við Hagfræðideild Stokkhólmsháskóla, ræddi efnahagsleg áhrif vinnutengdrar streitu og kostnað kulnunar og Guðrún Rakel Eiríksdóttir, sviðsstjóri forvarna hjá VIRK, fór yfir rannsókn á algengi kulnunar á íslenskum vinnumarkaði.

Styrkir VIRK 2025

Að þessu sinni verður sérstaklega horft til verkefna og/eða úrræða sem sniðin eru að þörfum einhverfra einstaklinga í styrkveitingum VIRK - umsóknarfrestur rennur út 15. febrúar.

Er þinn vinnustaður klár í kombakk?

VIRK stendur fyrir vitundarvakningu með það að markmiði að hvetja okkur sem samfélag til að taka vel á móti þeim sem eru að koma inn á vinnumarkaðinn eftir veikindi eða slys og einnig fjölga fyrirtækjum og stofnunum í samstarfi við Atvinnutengingu VIRK.

Hafa samband