Fara í efni

Velvirk í starfi

VIRK bíður starfsfólki og stjórnendum aukinn stuðning í forvarnarskyni til að efla starfsfólk og stjórnendur, auka vellíðan í vinnu og koma í veg fyrir brotthvarf af vinnumarkaði.

Í boði er stuðningsefni á velvirk.is, hægt er að hringja í sérfræðinga Velvirk í starfi og mögulegt er að senda inn fyrirspurn. 

Stuðningsefni á Velvirk.is fyrir starfsfólk og stjórnendur

Stuðningssími 535 5700

Sérfræðingar Velvirk í starfi veita aðstoð og upplýsingar um vellíðan í starfi í símatíma á þriðjudögum 13:00 – 15:00. Á öðrum tímum er hægt að óska eftir að sérfræðingur hringi til baka. Miðað er við að tímalengd samtals sé að hámarki 15–20 mínútur.

Tekið skal fram að VIRK veitir ekki meðferð eða bráðaþjónustu. Ef um verulega vanlíðan er að ræða bendum við á Heilsugæsluna og 112

  • Einstaklingar geta haft samband ef þeim finnst þeir eiga orðið erfitt með að sinna starfinu sínu, þurfa ráðgjöf eða upplýsingar til að ná betri tökum í starfi eða vilja skoða hvort þörf sé fyrir önnur úrræði svo sem starfsendurhæfingu hjá VIRK. Ekki er um að ræða formlega ráðgjöf heldur stutt símaviðtal til að benda á upplýsingar, finna lausnir og úrræði.
  • Stjórnendur geta haft samband þegar þá vantar að finna lausnir til að efla starfsfólk sem virðist eiga orðið erfitt með að sinna starfi sínu vegna álagstengdra einkenna. Ekki er um að ræða formlega rágjöf eða inngrip á vinnustöðum heldur aðstoð við að finna viðeigandi leiðir.

Fyrirspurn til sérfræðinga Velvirk í starfi 

Hafa samband