Fara í efni

Rafver og Hrafnista VIRKT fyrirtæki 2025

Til baka
Vigdís forstjóri og Hrönn hópstjóri með fulltrúum Rafvers og Hrafnistu.
Vigdís forstjóri og Hrönn hópstjóri með fulltrúum Rafvers og Hrafnistu.

Rafver og Hrafnista VIRKT fyrirtæki 2025

Viðurkenningin VIRKT fyrirtæki var veitt í þriðja sinn nýverið. Viðurkenninguna fá fyrirtæki eða stofnanir sem sinnt hafa samstarfinu við atvinnutengingu VIRK sérlega vel, sýnt samfélagslega ábyrgð og þannig hvatt önnur fyrirtæki til góðra verka.

Að þessu sinni hlutu 11 fyrirtæki og stofnanir tilnefningu og á ársfundi VIRK 29. apríl var Rafver og Hrafnistu veitt viðurkenning sem VIRKT fyrirtæki 2025.

Atvinnulífstenglar VIRK þökkuðu tilnefndum fyrirtækjum og stofnunum gott og gagnlegt samstarf. Gott samstarf atvinnulífstengla VIRK við fyrirtæki og stofnanir er grundvöllur farsællar atvinnutengingar.  


Fréttir

02.05.2025
30.04.2025

Hafa samband