Fara í efni

Velheppnuð afmælisráðstefna

Til baka
Setningarávarp ráðherra
Setningarávarp ráðherra

Velheppnuð afmælisráðstefna

Verum virk: Aukin þátttaka – betra samfélag var yfirskrift 10 ára afmælisráðstefnu VIRK Starfsendurhæfingarsjóðs sem haldin var í Silfurbergi í Hörpu föstudaginn 4. maí. Ráðstefnan var fjölsótt og heppnaðist í alla staði mjög vel.

Boðið var upp á mjög áhugaverða fyrirlesara á ráðstefnunni, erlenda jafnt sem innlenda, sem fjölluðu um heilsu, atvinnu, virkni, samfélagið og þátttöku frá fjölbreyttum sjónarhornum. 

Ásmundur Einar Daðson, félags- og jafnréttisráðherra, flutti opnunarávarp. Vigdís Jónsdóttir framkvæmdastjóri VIRK rammaði inn starfsemi VIRK í 10 ár og sagði frá helstu verkefnum afmælisársins, Machteld Huber MD, PhD Institute for Positive Health, Hollandi, ræddi nýja skilgreiningu á heilbrigði, Hanna Sígríður Gunnsteinsdóttir, skrifstofustjóri í velferðarráðurneytinu, fjallaði um forvarnir og samvinnu stofnana og Alma Möller, landlæknir, ræddi heilsu og virkni.

Að loknu hádegishléi skoðaði Anna Lóa Ólafsdóttir, atvinnulífstengill VIRK, hamingjuna og vinnustaðinn, Ute Bultmann, prófessor við Groningenháskóla í Hollandi, ræddi hvernig best megi tryggja varanlega þátttöku á vinnumarkaði að lokinni starfsendurhæfingu, Hrund Gunnsteinsdóttir, þróunarfræðingur og frumkvöðull, deildi reynslu sinni og veltir upp áhugaverðum hliðum á því hvernig samtíminn er að móta okkur – og við hann - og Herdís Pála Pálsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Reiknistofu bankanna, ræddi vinnustaðinn og velferð starfmanna og beindi orðum sínum sérstaklega til forstjóra framtíðarinnar.

Svarfdælska dúó-ið Hundur í óskilum sló svo botninn í ráðstefnuna á sinn einstaka hátt.

Ráðstefnustjóri var Þóranna Jónsdóttir ráðgjafi og lektor við Háskólann í Reykjavík.

Sjá myndasafn frá ráðstefnunni hér og glærur framsögumanna hér að neðan: 

VIRK í 10 ár
Vigdís Jónsdóttir framkvæmdastjóri VIRK

Positive Health - A new definition of Health
Machteld Huber læknir og heimspekingur, Institute of Positive Health, Hollandi

Fram á veginn - mikilvægi forvarna og samvinna stofnana
Hanna Sígríður Gunnsteinsdóttir, skrifstofustjóri í velferðarráðurneytinu

Heilsa og virkni
Alma Möller, landlæknir

Hamingjan á vinnustaðnum 
Anna Lóa Ólafsdóttir, atvinnulífstengill VIRK

Looking beyond return to work: towards sustainable work functioning
Ute Bultmann, prófessor við Gronigenháskóla

Homo nútímus – þetta getur bara ekki klikkað
Hrund Gunnsteinsdóttir, þróunarfræðingur og frumkvöðull

Erindi til forstjóra framtíðarinnar
Herdís Pála Pálsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðs- og markaðsstjórnunar hjá Reiknistofu bankanna


Fréttir

29.01.2024
23.01.2024

Hafa samband