Fara í efni

Vitundarvakning vekur fólk til umhugsunar

Til baka
Skýr skilaboð í lyftu í Kringlunni eru hluti vitundarvakningarinnar.
Skýr skilaboð í lyftu í Kringlunni eru hluti vitundarvakningarinnar.

Vitundarvakning vekur fólk til umhugsunar

Í könnun sem EMC Rannsóknir gerðu fyrir VIRK kemur fram að Það má ekkert lengur auglýsingin hefur vakið mikla athygli og vakið fólk til umhugsunar um kynferðislega áreitni á vinnustöðum, nærri 9 af hverjum tíu aðspurðra telja að hún veki athygli á mikilvægu málefni.

Niðurstöður könnunarinnar sýna að 87% svarenda höfðu séð auglýsinguna og að þremur af hverjum fjórum líkar hún vel. 73% aðspurðra sögðu að auglýsingin veki sig til umhugsunar um mikilvægi marka og 72% telja hana líklega til að hafa jákvæð áhrif á vinnustöðum. 45% aðspurðra höfðu rætt auglýsinguna eða kynferðislega áreitni á vinnustöðum við fólk eftir að hafa séð auglýsinguna.

Mikilvæg vitundarvakning

Það má ekkert lengur auglýsingin er hryggjarstykkið í vitundarvakningu um kynferðislega áreitni á vinnustöðum sem VIRK stendur fyrir nú á haustdögum í samstarfi við auglýsingastofuna Hvíta húsið.

Markmið vitundarvakningarinnar er að beina sjónum að þessu þjóðfélagsmeini, vekja upp umræðu og vísa fólki inn á gagnlegt efni og upplýsingar á velvirk.is.

Brýnt er að efla þekkingu og þjálfun stjórnenda þegar kemur að kynferðislegri áreitni á vinnustað - en einnig að uppræta þá meðvirkni og menningu sem gerir lítið úr og þaggar í þeim sem krefjast breytinga. 

Sjá könnun EMC Rannsókna í heild sinni hér.


Fréttir

03.04.2024
29.01.2024

Hafa samband