30.08.2012
Jákvæðar breytingar eftir sjö mánuði
Jákvæð breyting hefur orðið á viðhorfi starfsfólks til veikindafjarveru, það er umburðarlyndara, samkenndin er meiri og augu
starfsfólks hafa opnast fyrir lausnarmiðuðu starfi. Þetta er hluti af mati stjórnenda þeirra 26 vinnustaða sem eru þátttakendur í
þróunarverkefninu Virkum vinnustað eftir sjö mánaða þátttöku. Síðastliðið vor skiluðu allir vinnustaðirnir
framvinduskýrslu sem helstu niðurstöður hafa verið unnar upp úr.
Í ljós kom einnig að fræðslufyrirlestrar á vegum VIRK, verkefnavinna starfsfólks um hvað er jákvætt og hvað mætti betur fara, auk
opinna umræðna í kjölfarið, virðast hafa skilað mestum árangri um breytt viðhorf.