Á ársfundi VIRK fór Benedikt Jóhannesson yfir útreikninga Talnakönnunar á árangri VIRK á árinu 2014 en áður lágu fyrir útreikningar á ávinningi starfsins á árinu 2013. Niðurstaða Talnakönnunar er sú að ávinningur af starfi VIRK á árinu 2014 hafi verið um 11,2 milljarðar króna samanborið við 9,7 milljarðar á árinu 2013. Í þessu samhengi má benda á að rekstrarkostnaður VIRK á árinu 2014 var um 2 milljarðar samanborið við 1,3 milljarða á árinu 2013.
Málþing um velferð og fjarvistir á vinnustöðum þar sem niðurstöður þróunarverkefnisins „Virkur vinnustaður“ verða kynntar verður haldið þann 5. maí 2015 á Grand Hótel kl. 13-16.
Samkomulag hefur náðst milli stjórnvalda og heildarsamtaka vinnumarkaðarins um hvernig framlög úr ríkissjóði til starfsendurhæfingarsjóða skuli háttað.
Svana Rún Símonardóttir og Anna Magnea Bergmann hófu störf nýverið. Svana Rún sem ráðgjafi í starfsendurhæfingu og Anna Magnea sem læknaritari á rýnideild.