19.09.2014
Markviss fjarveruskráning mikilvæg forvörn
VIRK Starfsendurhæfingarsjóður fór af stað með þróunarverkefnið Virkur vinnustaður í samvinnu við atvinnurekendur árið 2011 en verkefni snýst um forvarnir á vinnustað og endurkomu starfsfólks til vinnu eftir veikindi eða slys. Markmið verkefnisins, sem lýkur í árslok, er að veita stjórnendum og starfsmönnum fræðslu og aðstoð við að móta og innleiða stefnu um velferð og eftirlit með fjarveru.