Fara í efni

Endurgreiðsla sjúkraþjálfunar

Einstaklingar í þjónustu VIRK geta sótt um endurgreiðslu útlagðs kostnaðar við sjúkraþjálfun.

Um endurgreiðsluna gilda eftirfarandi reglur:

  • Einstaklingar þurfa því að leggja sjálfir út fyrir sínum hlut í sjúkraþjálfun og skila svo inn umsókn um endurgreisðlu til ráðgjafa.
  • Eingöngu er endurgreiddur hlutur einstaklings í tengslum við skipti sem pöntuð hafa verið af ráðgjafa VIRK hjá sjúkraþjálfara sem skráður er á samning hjá VIRK.
  • Endurgreiðsla miðast að lágmarki við 5.000 kr. útlagðan kostnað.
  • Endurgreiðsla er að hámarki 20.000 kr. á hverju almanaksári.

Til að sækja um endurgreiðsluna þarf að framvísa eftirfarandi gögnum til ráðgjafa:

  1. Útfyllt umsóknareyðublað. Mikilvægt er að bankaupplýsingar séu rétt fylltar út svo hægt sé að millifæra styrkinn.
  2. Kvittun/reikning/greiðsluyfirlit frá sjúkraþjálfara þar sem fram kemur dagsetning tíma sem mætt var í og að greiðsla hafi átt sér stað. 
Getum við bætt efni síðunnar?

Hafa samband