Fara í efni

3. Fyrsta viðtalið

Þegar umsóknin um starfsendurhæfingu hefur verið samþykkt er hún send til ráðgjafa VIRK sem staðsettir eru hjá stéttarfélögum um allt land eða á skrifstofu VIRK í Borgartúni 18, Reykjavík.

Ráðgjafar VIRK eru sérfræðingar í starfsendurhæfingu og styðja þjónustuþega í gegnum allan ferilinn og hvetja þá áfram. Við upphaf starfsendurhæfingarinnar boðar ráðgjafi þjónustuþegann í viðtal þar sem farið er yfir fyrirliggjandi gögn og frekari upplýsinga aflað.

Ráðgjafinn aðstoðar þjónustuþega að setja sér markmið um endurkomu til vinnu og gerir með honum áætlun um hvernig best er að ná markmiðum. Áætlunin er einstaklingsmiðuð og sniðin að þörfum og getu hvers og eins.

Getum við bætt efni síðunnar?

Hafa samband