Fara í efni

4. Úrræði og eftirfylgni

Ráðgjafinn pantar úrræði fyrir þjónustuþegann hjá þjónustuaðilum VIRK í samræmi við áætlunina um endurkomu inn á vinnumarkað.

Til að auka líkurnar á því að þjónustuþeginn nái markmiðum sínum um endurkomu til vinnu er mikilvægt að fylgja áætluninni í heild sinni. VIRK gerir kröfu um 80% mætingarskyldu að lágmarki í þau úrræði sem eru pöntuð.

Í starfsendurhæfingarferlinu nýtir ráðgjafinn sér aðstoð sérfræðingateymis VIRK eftir þörfum og getur vísað þjónustuþega til nánara mats hjá fagaðila ef þörf er á.

Ráðgjafar VIRK, sérfræðingar, þjónustuaðilar og aðrir sem að starfsendurhæfingunni koma eru bundnir trúnaðarskyldu og hafa skrifað undir trúnaðaryfirlýsingu.

Getum við bætt efni síðunnar?

Hafa samband