Fara í efni

2. Spurningalistar

Þegar beiðni læknis hefur verið send til VIRK fær einstaklingur sendan spurningalista inn á „Mínar síður“ á vefsíðu VIRK sem hann þarf að svara.

Þegar hann hefur lokið að svara spurningalistanum er beiðnin því næst rýnd af þverfaglegu inntökuteymi VIRK.

Ef óljóst er hvort starfsendurhæfing sé tímabær og raunhæf er einstaklingurinn boðaður í viðtal hjá fagaðila á vegum VIRK (lækni, sálfræðings eða sjúkraþjálfara) sem metur raunhæfi starfsendurhæfingar fyrir viðkomandi.

Á meðan beðið er þá er mikilvægt að að vera eins virkur í sínu daglega lífi og heilsan leyfir. Sjá má nokkur góð ráð um það hvernig hægt er að vera sem virkastur/virkust hér fyrir neðan:

Ef um stoðkerfisvanda er að ræða:

Stunda reglubundna líkamsrækt við hæfi.

Fara í sjúkraþjálfun og fá meðferð eða ráðgjöf.

Kynna þér virkniúrræði sem styðja við, auka virkni og árangur í starfsendurhæfingu.

Hreyfiseðil á vegum heilsugæslu; leiðbeiningar og hvatning um viðeigandi og reglubundna hreyfingu.

Nýta sér góð ráð á velvirk.is.

VIRK tekur ekki þátt í kostnaði vegna meðferðar sem er byrjuð, mikilvægt er því fyrir þig að kanna möguleika á niðurgreiðslu á meðferð hjá stéttarfélögum eða í heilsugæslu.

Ef um andlegan vanda er að ræða:

Fá viðtöl hjá sálfræðingi eða sækja námskeið í hugrænni atferlismeðferð/núvitund.

Kynna þér sálfræðiþjónustu heilsugæslustöðva.

Kynna þér  virkniúrræði sem styðja við, auka virkni og árangur í starfsendurhæfingu.

Kynna sér handbók um Hugræna atferlismeðferð sem er öllum aðgengileg inni á reykjalundur.is.

hreyfiseðil á vegum heilsugæslu; leiðbeiningar og hvatning um viðeigandi og reglubundna hreyfingu.

Nýta sér góð ráð á velvirk.is.

VIRK tekur ekki þátt í kostnaði vegna meðferðar sem er byrjuð, mikilvægt er því fyrir þig að kanna möguleika á niðurgreiðslu á meðferð hjá stéttarfélögum eða í heilsugæslu.

Getum við bætt efni síðunnar?

Hafa samband