Fara í efni

Hlutverk ráðgjafa VIRK

Hver þjónustuþegi VIRK nýtur leiðsagnar ráðgjafa sem aflar upplýsinga um stöðu þjónustuþegans og styður hann og hvetur til aukinnar þátttöku á vinnumarkaði.

Ráðgjafar vinna í samstarfi við meðhöndlandi lækni, aðra fagaðila og stofnanir eftir þörfum. Þeir tryggja virkt upplýsingaflæði á milli allra þeirra aðila sem koma að starfsendurhæfingu einstaklings og eru tengiliðir við sérfræðinga VIRK sem veita þeim faglegan stuðning og koma að málum þjónustuþega eftir þörfum.

Ráðgjafar VIRK veita ekki heilbrigðisþjónustu né meðferð af neinu tagi en leggja áherslu á gott samstarf við heimilislækna og aðra fagaðila innan heilbrigðiskerfisins.

Starfsstöðvar ráðgjafa VIRK eru víða um landið og í Borgartúni 18, Reykjavík. Upplýsingar um starfstöðvarnar má finna hér.

Getum við bætt efni síðunnar?

Hafa samband