Fara í efni

Mínar síður VIRK

Á Mínar síður hefur þú yfirsýn yfir feril þinn hjá VIRK og getur séð allar tilkynningar sem þú hefur fengið frá VIRK.

Á Mínar síður sérð þú markmiðin sem þú ert að vinna með í starfsendurhæfingu þinni, sérð öll úrræði sem þú ert/hefur verið í og getur gefið þeim einkunn.

Þar sérð þú hvernig þú svaraðir spurningalistum og getur séð öll gögn sem orðið hafa til á þínum starfsendurhæfingarferli.

Á Mínar síður getur þú einnig verið í samskiptum við ráðgjafa þinn og sent áætlanir til TR, sé þörf á því.

Hvernig kemst ég inn á Mínar síður hjá VIRK?

Til að komast inn í upplýsingakerfi VIRK þarf að aukenna sig með rafrænum skilríkjum. Því þurfa allir þjónustuþegar VIRK að útvega sér slík skilríki til þess að geta komist inn á Mínar síður og til að geta átt í rafrænum samskiptum við VIRK.

Rafræn skilríki eru til í nokkrum útfærslum. Þau geta verið á SIM-korti símans, í Auðkennisappinu eða á auðkenniskorti - sjá hér.  

Rafræn skilríki má nálgast hjá Auðkenni, skilriki.is, í bönkum og hjá Símanum, Hringdu, Nova og Vodafone. Þegar þau eru klár þá er bara að skrá sig inn hér.

Hvernig undirrita ég Upplýst samþykki?

Sjá stutt myndband sem sýnir hvernig  Upplýst samþykki er undirritað. 

Hvernig samþykki ég Þátttökusamning?

Sjá stutt myndband sem sýnir hvernig Þátttökusamningur er samþykktur. 

Hvernig sendi ég áætlun til TR?

Smellir á „Áætlun og Markmið”, þar sérðu áætlunina þína og ef hún er tilbúin verður takkinn „Senda áætlun til TR” appelsínugulur, ýtir á hann og þá sendist áætlunin þín til TR.

Afrit af áætluninni verður þá til undir „Skjöl", þannig að þú getur alltaf séð áætlunina eins og hún var þegar þú sendir hana til TR.

Hvernig gef ég úrræði einkunn?

Smellir á „Úrræðin mín” þar sérðu takkann „Gefa einkunn“ smellir á hann og svarar spurningum varðandi úrræðið.

Hvernig breyti ég netfangi?

Smellir á „Mínar upplýsingar“, ýtir þar á pennatáknið og skráir nýtt netfang og ýtir á

Hvernig breyti ég heimilisfangi?

Smellir á „Mínar upplýsingar", ýtir þar á pennatáknið og skráir nýtt heimilisfang og ýtir á

Hvar sé ég hver er ráðgjafinn minn?

Nafn ráðgjafa og staðsetning hans er undir „Mínar upplýsingar”.

Hvernig skrái ég skilaboð til ráðgjafans míns?

Skilaboð til ráðgjafa eru skráð undir „Samskipti".

Hvar sé ég tilkynningar sem VIRK hefur sent mér?

Allar tilkynningar sem VIRK hefur sent þér eru sýnilegar undir „Samskipti.

Hvar sé ég yfirlit yfir sms sem VIRK hefur sent mér?

Öll sms sem VIRK hefur sent þér eru sýnilega undir „Samskipti.

Hvar sé ég yfirlit yfir tölvupósta sem VIRK hefur sent mér?

Allir tölvupóstar sem VIRK hefur sent þér eru sýnilegir undir „Samskipti".

Hvernig veit ég hvert ég á að mæta á fund með ráðgjafa mínum eða atvinnulífstengli?

Þú sérð fundarboðið í dagatalinu þínu á Mínum síðum, þú ættir líka að hafa fengið sms og/eða tölvupóst.

Hvernig fæ ég staðfest að ég sé hjá VIRK?

Senda þarf tölvupóst á gogn@virk.is til að óska eftir staðfestingu.

Hvernig skrái ég mig út af mínum síðum?

Þú smellir á nafnið þitt efst í hægra horni og velur „Skrá út“.

Hef ég aðgang að „Mínar síður” eftir að ég lýk þjónustu?

Þú hefur aðgang áfram að Mínar síður hjá VIRK að lokinni starfsendurhæfingu ef þú þarft að nálgast gögn eins og t.d þjónustulokaskýrslu og möt. 

Getum við bætt efni síðunnar?

Hafa samband