Fara í efni

Er allt í gulu á þínum vinnustað? Morgunfundur 28. september

Til baka

Er allt í gulu á þínum vinnustað? Morgunfundur 28. september

VIRK, embætti landlæknis og Vinnueftirlit ríkisins bjóða upp á morgunfund um heilsueflandi vinnustaði fimmtudaginn 28. september undir yfirskriftinni „Er allt í gulu á þinum vinnustað?“.

Morgunfundurinn verður haldinn hjá embætti landlæknis í Katrínartúni 2 kl. 8.30-10.00. Fundurinn verður einnig sendur út sem fjarfundur. Morgunfundurinn er öllum opinn en skrá skal þátttöku hér.

Dagskrá
Inngangsorð og kynning á gulum september
Geðrækt á heilsueflandi vinnustað – Inga Berg Gísladóttir
Erindi frá Controlant - Unnur María Birgisdóttir og Auðbjörg Ólafsdóttir
Streitustiginn – Berglind Stefánsdóttir og Guðrún Rakel Eiríksdóttir

Morgunfundurinn er fjórtándi röðinni í fundaröð um heilsueflingu á vinnustöðum og er hluti af samstarfi VIRK, Embættis landlæknis og Vinnueftirlitsins um heilsueflingu og forvarnir á vinnustöðum.

Markmið Heilsueflandi vinnustaðar er að stuðla að betri heilsu og vellíðan vinnandi fólks á vinnustöðum, fyrirbyggja kulnun og minnka brottfall af vinnumarkaði.


Fréttir

14.09.2023
01.06.2023

Hafa samband