Fara í efni

Fréttir

Samningar við 11 stéttarfélög um þjónustu ráðgjafa

Í síðustu viku voru undirritaðir samningar við 11 stéttarfélög um þjónustu ráðgjafa á höfuðborgarsvæðinu.  Um er að ræða eftirfarandi félög: Rafiðnaðarsamband Íslands Félag vélstjóra og málmtæknimanna Matvís Félag hársnyrtisveina Mjólkurfræðingafélag Íslands Fagfélagið Félag bókagerðarmanna Félag iðn- og tæknigreina Félag leiðsögumanna Flugfreyjufélag Íslands Verkstjórasamband Íslands Til að byrja með verður ráðinn inn einn ráðgjafi til að veita félagsmönnum ofangreindra félaga þjónustu.  Vonast er til að sá ráðgjafi geti tekið fljótlega til starfa. 

Þátttaka í alþjóðlegri rannsókn um mat á starfshæfni

Starfsendurhæfingarsjóður tekur nú þátt í alþjóðlegri rannsókn þar sem er verið að meta ákveðna þætti sem snúa að mati á starfshæfni einstaklinga.  Sérstaklega er verið að skoða hvernig unnt sé að nota aðferðarfræði og þætti ICF (International Classification of Function) við mat og greiningu á starfshæfni/vinnugetu einstaklinga.  Það eru samtök tryggingayfirlækna í Evrópu, EUMASS, sem standa fyrir rannsókninni.  Þetta er fjölstöðva rannsókn þar sem verið er að prófa réttmæti (validation) kjarnasafns (core set) um starfshæfni sem hafa verið þróuð af vinnuhópi um notkun ICF innan EUMASS. Þessi grunnatriði samanstanda af 20 flokkum úr ICF kerfinu sem ætti alltaf að íhuga þegar verið er að meta óvinnufærni til vinnu. Hér á landi hefur Starfsendurhæfingarsjóður fengið sérfræðinga á Reykjalundi og hjá HNLFÍ í Hveragerði til þáttöku í þessu verkefni.  Það eru læknarnir Ólöf H. Bjarnadóttir og Gunnar K. Guðmundsson á Reykjalundi og Jan Triebel í Hveragerði sem taka þátt í þessari spennandi rannsókn með okkur. 

Ráðgjafi kominn til starfa á Vestfjörðum

Búið er að ganga frá ráðningu ráðgjafa fyrir öll stéttarfélög á Vestfjörðum.  Ráðgjafinn heitir Fanney Pálsdóttir og er sjúkraþjálfari.  Fanney hóf störf 5 maí sl og mun veita félagsmönnum stéttarfélaga á Vestfjörðum þjónustu ef um er að ræða skerta vinnugetu vegna veikinda eða slysa. 

Frábær mæting á morgunverðarfund

Í gær var haldinn morgunverðarfundur um starfsendurhæfingu á Grand Hótel Reykjavík. Mætingin á fundinn var mjög góð og mættu alls um 120 manns á fundinn.  Vigdís Jónsdóttir flutti erindi um hlutverk Starfsendurhæfingarsjóðs og stöðuna í dag og eftir það hélt Gail Kovacs, alþjóðlegur ráðgjafi í starfsendurhæfingu mjög fróðlegt erindi um strauma og stefnur í starfsendurhæfingu í dag. Við hjá Starfsendurhæfingarjsjóði viljum þakka fyrir frábæra mætingu á fundinn og vonandi hafa þeir aðilar sem mættu á fundinn fengið skýra mynd af hlutverki Starfsendurhæfingarsjóðs og haft gagn af erindi Gail Kovacs. Smellið hér til að skoða myndir af fundinum Hægt er að nálgast glærurnar undir liðnum kynningarefni hérna hægra megin á síðunni.

Fyrsti ársfundur Starfsendurhæfingarsjóðs

Ársfundur Starfsendurhæfingarsjóðs var haldinn mánudaginn 27. apríl sl. á Grand hótel Reykjavík.   Gylfi Arnbjörnsson stjórnarformaður VIRK og Vigdís Jónsdóttir framkvæmdarstjóri VIRK fóru yfir stöðu mála varðandi starfsemi og uppbyggingu sjóðsins.  Ársreikningur var samþykktur og tilkynnt var um skipan stjórnar til næstu tveggja ára.  Í lok fundarins hélt Gail Kovacs sérfræðingur og alþjóðlegur ráðgjafi á sviði starfsendurhæfingar áhugavert erindi um strauma og stefnur í starfsendurhæfingu.

Morgunverðarfundur um starfsendurhæfingu þriðjudaginn 28. apríl nk.

Starfsendurhæfingarsjóður býður til morgunverðarfundar um starfsendurhæfingu þriðjudaginn 28. apríl nk. kl. 8:15 – 10:00 á Grand Hótel Reykjavík.  Sérstakur gestur okkar á fundinum verður Gail Kovacs en hún er sérfræðingur á sviði starfsendurhæfingar og hefur starfað sem alþjóðlegur ráðgjafi á því sviði um áratuga skeið í Bretlandi, Kanada og Bandaríkunum. Nánari upplýsingar um dagskrá fundarins er að finna hér. Búið er að loka fyrir skráningu á morgunverðarfundinn.

Ársfundur Starfsendurhæfingarsjóðs mánudaginn 27. apríl nk.

Ársfundur Starfsendurhæfingarsjóðs verður haldinn mánudaginn 27. apríl nk. kl. 13:30 á Grand hótel Reykjavík.   Auk hefðbundinna ársfundarstarfa mun Gail Kovacs sérfræðingur og alþjóðlegur ráðgjafi á sviði starfsendurhæfingar flytja áhugavert erindi um strauma og stefnur í starfsendurhæfingu.

Ráðgjafar hjá stéttarfélögum um allt land

Undirbúningur er hafinn víða um land við að koma af stað ráðgjafaþjónustu hjá stéttarfélögum.  Á höfuðborgarsvæðinu er m.a. verið að skoða möguleika á samstarfi á milli mismunandi félaga um útfærslu á ráðgjafaþjónustunni en ljóst er að stærstu félögin s.s. Efling og VR munu hafa sína eigin ráðgjafa og að öllum líkindum fleiri en eitt stöðugildi. 

Ráðgjafi ráðinn hjá Eflingu - stéttarfélagi

Þann 11.mars sl. var ráðinn endurhæfingarráðgjafi hjá Eflingu, Soffía Erla Einarsdóttir, sem kemur til með að vinna í nánu sambandi við Starfsendurhæfingarsjóð. Soffía Erla var ráðin úr stórum hópi umsækjenda. Hún kemur til starfa hjá Eflingu þriðjudaginn 24.mars.

Seinni lotu námskeiðs fyrir ráðgjafa lokið

Nú eru ráðgjafarnir okkar búnir að ljúka seinni lotu grunnnámskeiðs. Í þessari lotu sem stóð í tvo daga var fjallað um ýmsa mikilvæga þætti. Umræður voru um notkun upplýsingatækni í starfi ráðgjafa, um velferðarkerfið og réttindi og skyldur launþega á vinnumarkaði, orsakir fyrir skertri starfsorku, mats- og flokkunarkerfi í starfsendurhæfingu, persónuvernd og siðareglur, heilsueflingu í starfsendurhæfingu og úrræðií starfsendurhæfingu.

Hafa samband