10.11.2010
Viltu koma þekkingu þinni á framfæri?
Ársfundur Starfsendurhæfingarsjóðs verður haldinn í byrjun apríl 2011. Af því
tilefni gefur sjóðurinn út ársrit sem mun innihalda ársskýrslu og annan fróðleik um starfsemi Starfsendurhæfingarsjóðs.
Einnig er áætlað að hafa fræðilega umfjöllun um starfsendurhæfingu í ritinu. VIRK býður því áhugasömum
aðilum sem hafa áhuga og þekkingu á
málaflokknum og vilja fjalla um starfsendurhæfingu á fræðilegum nótum að senda inn greinar til birtingar. Sérstaklega er
óskað eftir greinum um starfsendurhæfingu með áherslu á vinnutengingu og/eða gagnverkandi áhrif vinnu og
heilsu.