Fara í efni

Fréttir

"Nýtt tækifæri fyrir alla"

Verkefni hjá dönskum sveitarfélögum Um mitt ár 2006 var farið af stað með átaksverkefni hjá vinnumarkaðsstofnunum danskra sveitarfélaga (jobcenter) sem nefnt var „Ny chance til alle“.  Markmiðið var að virkja einstaklinga með verulega skerta starfsgetu sem höfðu í langan tíma verið utan vinnumarkaðar.  Þetta var 2 ára átaksverkefni og lauk því um mitt ár 2008.  Í þessu verkefni átti sérstaklega að bjóða innflytjendum sem ekki höfðu náð að fóta sig í dönsku samfélagi aðstoð en verkefnið náði einnig til annarra einstaklinga með skerta starfsgetu sem höfðu verið mjög lengi utan vinnumarkaðar.

Vinnum saman

VIRK hefur gefið út bæklinginn „Vinnum saman“ en í honum er fjallað um leiðir sem að stuðla að farsælli endurkomu einstaklinga til vinnu eftir veikindi eða slys. 

Viltu koma þekkingu þinni á framfæri?

Ársfundur Starfsendurhæfingarsjóðs verður haldinn í apríl 2010. Af því tilefni  gefur sjóðurinn út ársrit sem mun innihalda ársskýrslu og annan fróðleik um Starfsendurhæfingarsjóð. Einnig  er áætlað að hafa fræðilega umfjöllun um starfsendurhæfingu í  ritinu. VIRK óskar því eftir fræðigreinum sem tengjast starfsendurhæfingu, frá aðilum sem hafa áhuga á málaflokknum  og vilja fjalla um starfsendurhæfingu  á  fræðilegum nótum.  Vinsamlega sendið inn hugmyndir að efni til Ingibjargar Þórhallsdóttur sérfræðings hjá VIRK á ingalo@virk.is í síðasta lagi 31. janúar. Skiladagur greina verður síðan 12. mars og útgáfa á ársfundi Starfsendurhæfingarsjóðs. Almennt er gert  ráð fyrir að lengd greina fari ekki yfir 2500 orð ( u.þ.b. 15000 stafi og bil)  

Samningur um sálfræðiþjónustu

VIRK hefur útbúið rammasamning við sálfræðinga þar sem skilgreind er sú þjónusta sem VIRK óskar eftir að kaupa frá sálfræðingum.  Sálfræðingar sem uppfylla þau skilyrði sem fram koma í samningnum geta sent VIRK umsókn um skráningu á samninginn og senda þá um leið verðtilboð í þá þjónustu sem þar er skilgreind.  Samningurinn tekur gildi frá og með 1. febrúar 2010.  Nánari upplýsingar um samninginn og umsóknareyðublað vegna hans má finna hér.

Atvinnutenging í starfsendurhæfingu

Atvinnutenging er mikilvægur þáttur þegar árangur í starfsendurhæfingu er skoðaður. Það sem þar skiptir máli er sveigjanleiki, skilningur  og stuðningur atvinnurekanda. Aðrir þættir tengjast oft félagslegu umhverfi svo sem stuðningi frá fjölskyldu og vinum. Fyrir ákveðinn hóp sem býr við skerta starfsgetu vegna slysa, veikinda eða fötlunar getur atvinnutengingin falist í að skapa sér atvinnutækifæri í eigin rekstri, sem býður þá upp á þann sveigjanleika og áhugatengingu  sem starfsgeta viðkomandi leyfir.

Rýnihópur um verkfæri í grunnmati

Það hafa nú farið um 400 manns í gegnum grunnmat hjá ráðgjöfum í starfsendurhæfingu. Vegna þeirrar reynslu sem komin er var ákveðið að fara af stað með rýnihóp í þeim tilgangi að betrumbæta þau verkfæri sem lögð eru til grundvallar í grunnmati.  Það þótti mikilvægt að fá á sama tíma sjónarmið sem flestra inn í þessa vinnu og var því leitast eftirsamstarfi  við opinbera aðila. Verkefnisstjóri þessa verkefnis er Ása Dóra Konráðsdóttir, sérfræðingur VIRK. Í þessum hópi eiga annarsvegar sæti fimm ráðgjafar í starfsendurhæfingu sem starfa í samvinnu við VIRK og hafa víðtæka þekkingu og reynslu á þessu sviði.  Þessir ráðgjafar eru:

Góð byrjun og stöðug aukning

Þjónusta á vegum VIRK og stéttarfélaganna hófst að verulegu leiti núna í haust þar sem mjög margir ráðgjafar komu til starfa í ágúst og september og síðan bættust fleiri við í október og nóvember.   Starfsemin hefur farið vel af stað og nú hafa yfir 400 manns leitað aðstoðar hjá ráðgjöfum  og um 300 manns eru í reglubundnum viðtölum hjá ráðgjafa eða í öðrum skipulögðum starfsendurhæfingarúrræðum sem kostuð eru af VIRK.   Þessi fjöldi eykst í hverri viku og sjáum við fram á stöðuga aukningu næstu vikur og mánuði.  Á sumum svæðum og hjá sumum félögum sjáum við strax að þörf er á auknum fjölda ráðgjafa til að ná að sinna eftirspurn eftir þjónustunni og er verið að gera ráðstafanir til að bregðast við því.  Mikil ánægja hefur verið hjá þeim einstaklingum sem leitað hafa til ráðgjafa og nú þegar eru nokkrir tugir einstaklingar komnir aftur í vinnu eftir að hafa fengið viðeigandi aðstoð varðandi virkni og starfsendurhæfingu.  Einstaklingar koma inn í þjónustu eftir ýmsum leiðum.   Sumir eru á dagpeningum hjá sjúkrasjóðum og hefur verið boðið í viðtal hjá ráðgjafa, aðrir fá greidd laun frá atvinnurekanda í veikindum og hefur verið bent á þjónustuna af stjórnanda, trúnaðarmanni eða stéttarfélagi.  Síðan  hafa einstaklingar fengið ábendingu um þjónustuna frá sínum heimilislækni og aðrir hafa lesið um þjónustuna í tímaritum stéttarfélaga eða á heimasíðu VIRK.

Hafa samband