Fara í efni

Fréttir

Starfsendurhæfingarsjóður - starfsendurhæfing á vinnumarkaði

Á síðustu 10 árum hefur einstaklingum sem ekki  taka þátt á vinnumarkaði vegna skertrar starfsgetu fjölgað mikið.  Fjöldi örorkulífeyrisþega er um 15.000 og hefur fjölgað um ríflega 6000 manns á síðustu 10 árum. Kostnaður samfélagsins vegna þessa nemur tugum milljarða króna á ári auk þess sem lífsgæði hjá viðkomandi einstaklingum og fjölskyldum þeirra eru skert.  Kostnaður á vinnumarkaði vegna veikinda og slysa nemur að auki milljörðum króna á ári en draga má verulega úr þessum kostnaði með stjórnun og fyrirbyggjandi aðgerðum.  Til viðbótar þessu námu greiðslur TR vegna örorkulífeyris 17,2 milljörðum króna á árinu 2008 og lífeyrissjóðanna um 8,4 milljarða, sem er um 17% af heildargreiðslum þeirra til lífeyrisþega.  Það er því hagsmunamál einstaklinga, atvinnurekenda og samfélagsins í heild að snúa þessari þróun við.  Rannsóknir hafa sýnt að öflug starfsendurhæfing skilar verulegum ávinningi – bæði fjárhagslegum og ekki síst í betri lífsgæðum þátttakenda. Þörf á markvissari vinnubrögðum......

Kynningar í fyrirtækjum

Undanfarnar vikur hafa sérfræðingar VIRK ásamt ráðgjöfum farið í heimsóknir í fyrirtæki og kynnt fyrir stjórnendum hlutverk og starfsemi sjóðsins sem og hlutverk ráðgjafa í starfsendurhæfingu.  Í þessum kynningum er einnig fjallað um mikilvægi þess að grípa snemma inn í ferlið þegar einstaklingar eru með veikindarfjarveru og eiga erfitt með að sinna sínu starfi.  Þegar um slík tilfelli er að ræða bendum við stjórnendum á að hægt er að hafa samband við ráðgjafa í starfsendurhæfingu hjá stéttarfélagi viðkomandi starfsmanns sem getur veitt viðkomandi aðstoð. Ef starfsmaður er fjarverandi vegna veikinda til lengri tíma getur ráðgjafi, í samstarfi við starfsmanninn, stjórnendur og nauðsynlega fagaðila og  sett í gang áætlun um endurkomu til vinnu. Þessi þjónusta er bæði starfsmanninum og atvinnurekandanum að kostnaðarlausu.

Áhugaverðri ráðstefnu lokið

Ráðstefnan "Virkjum fjölbreyttari mannauð", var haldin var 9. og 10. nóvember s.l.  Ráðstefnuna sóttu meira en 200 þátttakendur  og voru þar flutt mörg áhugaverð erindi. Undir yfirskriftinni "Atvinna fyrir alla" voru kynnt verkefni frá Norðulöndum og Íslandi sem flest fjölluðu um hvernig er hægt að aðstoða fólk við að fara aftur í vinnu eftir langtíma atvinnuleysi eða fjarveru frá vinnumarkaði vegna skertrar starfsgetu.

Ráðgjafi á Norðurlandi

Nýr ráðgjafi hefur hafið störf á Norðurlandi. Hún heitir Nicole Kristjánsson og kemur inn sem viðbót á þessu svæði í 50% starf, en fyrir er starfandi ráðgjafi í fullu starfi. Hún mun starfa fyrir opinberu félögin sem og félög á almennu félögin á þessu svæði.  

Ráðgjafi á Austurlandi

Nýr ráðgjafi hefur tekið til starfa á Austurlandi. Hún heitir Ragnheiður Kristiansen og mun veita einstaklingum á Austurlandi þjónustu á sviði starfsendurhæfingar auk þess að starfa náið með stéttarfélögum starfsmanna og atvinnurekendum á svæðinu.  Ragnheiður er með menntun á sviði mannauðsstjórnunar og atvinnumarkaðsmála og með víðtæka starfsreynslu. Hún hefur búið á Austurlandi frá árinu 2003. Til að byrja með starfaði hún sjálfstætt sem  ráðgjafi fyrir ýmis fyrirtæki og stofnanir og hélt námskeið. Síðan rak hún ráðningarskrifstofur Bechtel Inc. á Reyðarfirði í 3 ár og flutti eftir það á Egilsstaði þar sem hún var mannauðsstjóri hjá Malarvinnslunni og síðan Kaupfélagi Héraðsbúa. Hún hóf störf 1. nóvember.

Ráðgjafi á Norðurlandi vestra

Sveinn Allan Mortens hefur verið ráðinn í stöðu ráðgjafa á Norðurlandi vestra.  Um er að ræða hálft starf.  Sveinn Allan er uppeldisfræðingur með víðtæka starfsreynslu m.a. á sviði starfsendurhæfingar.  Jafnframt því að starfa sem ráðgjafi hjá stéttarfélögum á Norðurlandi vestra gegnir hann starfi forstöðumanns Starfsendurhæfingar Norðurlands vestra.   Sveinn Allan mun veita einstaklingum á Norðurlandi Vestra þjónustu á sviði starfsendurhæfingar auk þess að starfa náið með stéttarfélögum starfsmanna og atvinnurekendum á svæðinu.  Sveinn Allan hóf störf 1. nóvember sl.

Ráðgjafi á Suðurnesjum

Guðni Erlendsson hefur verið ráðinn í stöðu ráðgjafa á Suðurnesjum.  Guðni er kennari að mennt og hefur auk þess MS gráðu í mannauðsstjórnun.  Hann hefur víðtæka starfsreynslu m.a. á sviði starfsendurhæfingar.   Guðni mun veita einstaklingum á Suðurnesjum þjónustu á sviði starfsendurhæfingar auk þess að starfa náið með stéttarfélögum starfsmanna og atvinnurekendum á svæðinu.  Guðni hefur störf 1. nóvember nk.

Dagskrá ráðstefnunnar

Ráðstefnan "Virkjum fjölbreyttari mannauð" verður haldin 9.-10. nóvember nk. á Hótel Nordica, eins og áður hefur komið fram hér á síðunni. Á ráðstefnunni verður fjallað um áhrifaríkustu aðferðirnar á Norðurlöndum við að virkja fólk með skerta starfsgetu og þær aðferðir sem hafa reynst árangursríkar við að gera fólki kleift að gerast á ný virkir þátttakendur í atvinnulífinu. Dagskrá ráðstefnunnar er tilbúin og hægt er að nálgast hana hér, og einnig hægra megin á síðunni undir auglýsingunni um ráðstefnuna. Þar er einnig hægt að skrá sig á ráðstefnuna. Nánari upplýsingar um ráðstefnuna er hægt að nálgast með því að smella á auglýsinguna hérna hægra megin á síðunni.

Annar hver einstaklingur með skerta starfsgetu getur bætt stöðu sína

Tæplega annar hver einstaklingur með skerta starfsgetu getur aukið getu sína og fjórði hver einstaklingur hefur möguleika á að ná fullri starfsgetu.  Þetta er niðurstaða danskrar rannsóknar sem var framkvæmd af SFI (Det nationale forskningscenter for velfærd) fyrir vinnumarkaðsnefnd dönsku ríkisstjórnarinnar. Af þessari niðurstöðu er hægt að draga þá ályktun að það er mjög varhugavert að úrskurða of snemma um varanlega getu einstaklinga til þátttöku á vinnumarkaði.  Skert starfsgeta þarf ekki endilega að koma í veg fyrir þátttöku í atvinnulífinu og oft eru til staðar möguleikar á því að starfsgeta einstaklinga aukist og þá jafnvel þannig að fullri starfsgetu sé náð. 

Ráðgjafi á Akranesi

Búið er að ganga frá samningi milli Starfsendurhæfingarsjóðs og stéttarfélaga á Akranesi um starf ráðgjafa.  Ráðgjafinn mun veita einstaklingum á Akranesi þjónustu ef um er að ræða skerta starfsgetu vegna heilsubrests.  Björg Bjarnadóttir hefur verið ráðin sem ráðgjafi og mun bjóða félagsmönnum allra stéttarfélaga þjónustu á sviði starfsendurhæfingar.

Hafa samband