28.11.2011
Fékk markvissa hvatningu og aðstoð
Hildur Sigurðardóttir, leikskólakennari á Akureyri, hefur átt við bakveiki að stríða frá unglingsárum. Hún var greind
með brjóskeyðingu og hefur tvisvar sinnum fengið brjósklos þótt hún sé aðeins 41 árs. Verkir í baki hafa lengi háð
henni í starfi.
„Ég gat yfirleitt stundað vinnu en þó komu dagar sem ég varð mjög slæm, það komu tímabil þar sem ég þurfti
að minnka við mig starfshlutfall vegna bakverkja“ segir Hildur sem er nýútskrifuð frá Starfsendurhæfingarsjóði. Þegar Hildur
leitaði til ráðgjafa VIRK var hún alveg óvinnufær vegna bakverkja en núna er hún komin í 70% starf.