Fara í efni

VelVIRK auglýsingarnar virka

Til baka

VelVIRK auglýsingarnar virka

Í könnun sem EMC Rannsóknir gerðu fyrir VIRK segja 76% aðspurðra Er brjálað að gera? auglýsingarnar hafa vakið sig til umhugsunar um málefnið, mikilvægi jafnvægis í starfi og einkalífi.

Niðurstöður könnunarinnar sýna að auglýsingarnar hafa vakið eftirtekt en 86% svarenda hafa séð þær. Næstum helmingi líkar vel við auglýsingarnar, 42% hvorki vel né illa og einungis um 12% líkar illa við þær.

Flestir, eða meira en þrír af hverjum fjórum segja auglýsingarnar hafa vakið sig til umhugsunar um mikilvægi þess að hafa jafnvægi í starfi og einkalífi. Flestir, eða meira en þrír af hverjum fjórum segja auglýsingarnar hafa vakið sig til umhugsunar um mikilvægi þess að hafa jafnvægi í starfi og einkalífi. Þá höfðuðu auglýsingarnar meira  til kvenna, til fólks 35-54 ára og þeirra sem eru ólíklegri til að upplifa jafnvægi.

Þessar niðurstöður og að fólki líkar almennt við auglýsingarnar bendir til að þær hafi víðtæk áhrif á fólk.

40% upplifir sjaldan eða aldrei jafnvægi í starfi og einkalífi

Svarendur voru einnig spurðir hvort þeir upplifi jafnvægi í starfi og einkalífi. Einungis 10% segja þeir alltaf upplifa slíkt jafnvægi, um 50% oftast, en tæplega 40% stundum/sjaldan eða aldrei. 

Sérstaklega athyglisvert er að auglýsingarnar virðast helst hitta í mark hjá þessum hópi sem er líklegri til að upplifa ójafnvægi í starfi og einkalífi. Þannig er sá hópur líklegri en aðrir til að segja auglýsingarnar hafa vakið sig til umhugsunar um málefnið og segir aðstæðurnar sem eru sýndar lýsa raunveruleika sem viðkomandi þekkja.

Hluti VelVIRK forvarnarverkefnisins

Sem fyrr segir þá eru Er bjálað að gera? auglýsingarnar sem unnar eru í samstarfi við auglýsingastofuna Híta húsið ætlaðar til þess að vekja fólk til umhugsunar á gamansaman hátt um mikilvæg hluti eins og t.d. samskipti á vinnustað, áreitið í samfélaginu og mikilvægi jafnvægis á milli vinnu og einkalífs. Þessi vitundarvakning er svo einn hluti VelVIRK forvarnarverkefnis VIRK.

Annar hluti VelVIRK er vefsíðan velvirk.is þar sem finna má upplýsingar og gagnleg ráð í forvarnarskyni, um jafnvægi og vellíðan í lífi og starfi.

EMC Rannsóknir framkvæmdu könnunina fyrir VIRK dagana 27. janúar - 4. febrúar 2020. Fjöldi svarenda var 650. Könnunin var framkvæmd á Netinu og send á þátttakendur í svarendahópi EMC Rannsókna. Sjá könnunina í heild sinni hér.

Sjá einnig fróðlega samantekt á Er brjálað að gera? herferðinni á vef Hvíta hússins.


Fréttir

29.01.2024
23.01.2024

Hafa samband