Fara í efni

Forvarnarverkefnið VelVIRK

Stjórn VIRK ákvað árið 2018 að hrinda af stað sérstöku forvarnarverkefni til þriggja ára sem hefur það markmiði að draga úr líkum á því að einstaklingar falli brott af vinnumarkaði vegna heilsubrests.

Verkefnið er unnið í samstarfi við Vinnueftirlitið, Velferðarráðuneytið og Embætti landlæknis og er þríþætt:

  1. Rannsókn á því hvaða þættir hafa áhrif á það hvort einstaklingar sem glíma við langtímaveikindi snúi til baka í vinnu. Rannsóknin er unnin í samstarfi við Vinnueftirlitið og Sjúkrasjóð VR. Félagsvísindastofnun HÍ sér um framkvæmd rannsóknarinnar. 
  2. Vitundarvakning um þá þætti á vinnustöðum og í umhverfi einstaklinga sem geta valdið heilsubresti og óvinnufærni. Fyrsti hluti vitundarvakningarinnar voru stiklur og auglýsingar sem birtar voru fyrst í desember 2018 undir yfirskriftinni „Er brjálað að gera? Vinnum saman að jafnvægi“.
  3. Vefsíða – velvirk.is - sem inniheldur ýmsan fróðleik, ráðleggingar, greinar, tæki og tól til að stuðla að auknu jafnvægi í lífinu og aukinni vellíðan í vinnu. Á vefsíðunni má finna mikið af gagnlegum efni og góðbendingum sem nýtast starfsfólki og stjórnendum auk annarra.

Heilsueflandi vinnustaður

Fjórði þátturinn bættist við VelVIRK þegar Vigdís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri VIRK, Alma D. Möller, landlæknir og Hanna Sigríður Gunnsteinsdóttir, forstjóri Vinnueftirlitsins, rituðu undir viljayfirlýsingu um heilsueflingu á vinnustöðum vorið 2019.

Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og vellíðan á vinnustöðum. Mótuð voru viðmið fyrir heilsueflandi vinnustaði sem fyrirtæki og stofnanir geta nýtt sér til að skapa heilsueflandi umhverfi fyrir starfsfólk sitt. 

Haldnir hafa verið reglulega morgunfundir um heilsueflingu á vinnustöðum og unnið hefur verið að að viðmiðunum fyrir heilsueflandi vinnustaði.

7. október 2021 voru viðmið fyrir heilsueflandi vinnustað kynnt og vefsvæði opnað á heilsueflandi.is sem fyrirtæki og stofnanir geta nýtt sér til að skapa heilsueflandi umhverfi fyrir starfsfólk sitt. Sama dag ítrekuðu og endurnýjuðu Vigdís, Alma og Hanna Sigríður samstarf stofnanna þriggja og áframhaldandi samvinnu um heilsueflingu á vinnustöðum. 

Morgunfundir um heilsueflandi vinnustaði

Breytingar á vinnustöðum eftir Covid 19

Eflum heilsu á vinnustöðum - kynning á viðmiðum um heilsueflandi vinnustað

Líðan starfsfólks og leiðir til velsældar

Fjarvinna og staðvinna - Ógnir og tækifæri

Kulnun - Hvað höfum við lært sem nýtist okkur nú?

Jákvæðir starfshættir á heilsueflandi vinnustað

Heilsueflandi viðmið rýnd og mótuð

Fara teymisvinna og vellíðan saman?

Er ávaxtakarfa og líkamsræktarstyrktur nóg?

Hamingja á vinnustöðum er alvörumál!

 

Hafa samband