Fara í efni

Starfsendurhæfingarferillinn

Stutt myndband sem sýnir tvö dæmi um starfsendurhæfingarferilinn hjá tveimur þjónustuþegum VIRK. Sjá nánar um einstaka þætti ferilsins hér að neðan.

Beiðni frá lækni

1. Beiðni frá lækni

Einstaklingur sem óskar eftir þjónustu VIRK þarf að byrja á að panta tíma hjá lækni og ræða við hann hvort stafsendurhæfing hjá VIRK sé viðeigandi á þessum tímapunkti.

Spurningalistar

2. Spurningalistar

Þegar beiðni læknis hefur verið send til VIRK fær einstaklingur sendan spurningalista inn á „Mínar síður“ á vefsíðu VIRK sem hann þarf að svara.

Fyrsta viðtalið

3. Fyrsta viðtalið

Þegar umsóknin um starfsendurhæfingu hefur verið samþykkt er hún send til ráðgjafa VIRK sem staðsettir eru hjá stéttarfélögum um allt land eða á skrifstofu VIRK í Borgartúni 18, Reykjavík.

Úrræði og eftirfylgni

4. Úrræði og eftirfylgni

Ráðgjafinn pantar úrræði fyrir þjónustuþegann hjá þjónustuaðilum VIRK í samræmi við áætlunina um endurkomu inn á vinnumarkað.

Aftur til vinnu

5. Aftur til vinnu

Öll þjónusta VIRK miðar að því að efla og styrkja einstaklinga til aukinnar þátttöku á vinnumarkaði.

Lok þjónustu

6. Lok þjónustu

Þegar einstaklingur hefur náð stöðugleika í starfsendurhæfingu sinni kemur að þjónustulokum. 

 

Getum við bætt efni síðunnar?

Hafa samband