Fara í efni

Ný vefsíða VIRK

Til baka

Ný vefsíða VIRK

Nýr og endurhannaður ytri vefur VIRK fór í loftið miðvikudagsmorguninn 2. september, í stað eldri vefs frá árinu 2014. Á nýja vefnum er leitast við straumlínulaga upplýsingagjöf VIRK og gera hana markvissari auk þess að á honum er bryddað upp á ýmsum nýjungum.

Á nýja vefnum er að finna allt það mikilvægasta af gamla vefnum og margt annað gagnlegt til viðbótar en töluvert er um nýjungar á nýja vefnum. Þar má t.d. efni sem spannar allt ferli atvinnuleitar sem sett er upp á gagnvirkan hátt í Aftur í vinnu og safn virkniúrræða sem styðja við, auka virkni og árangur í starfsendurhæfingu.

Þar eru allar almennar upplýsingar um starfsemi VIRK og starfsendurhæfingarferilinn, upplýsingar fyrir atvinnurekendur og þjónustuaðila VIRK.

Auk þess má finna allar helstu grunnupplýsingar um VIRK, reynslusögur þjónustuþega og viðtöl við atvinnurekendur og þjónustuaðila.

Stefna sá um vefsíðugerð og vefhönnun og Kristín María Ingimarsdóttir hannaði grafíkina fyrir hinn nýja vef.


Fréttir

13.10.2023
04.10.2023

Hafa samband