Fara í efni

Símstöðin og Hrafnista VIRKT fyrirtæki 2024

Til baka
Hrönn hópstjóri hjá VIRK, Vigdís forstjóri VIRK, Hákon frá Símstöðinni, Freyja, Jakobína Hólmfríður …
Hrönn hópstjóri hjá VIRK, Vigdís forstjóri VIRK, Hákon frá Símstöðinni, Freyja, Jakobína Hólmfríður og Sigrún Björg frá Hrafnistu

Símstöðin og Hrafnista VIRKT fyrirtæki 2024

Gott samstarf við fyrirtæki er grundvöllur farsællar atvinnutengingar. Atvinnutenging VIRK er í samstarfi við hundruð fyrirtækja og stofnana varðandi aðstoð við einstaklinga sem eru að ljúka starfsendurhæfingu og vilja stíga skrefin aftur út á vinnumarkaðinn.

Samstarf við fyrirtæki og stofnanir gengur vel og viðtökur eru góðar - dýrmæt tækifæri hafa orðið til fyrir einstaklinga í atvinnutengingu. Rúmlega 500 fyrirtæki eru í virku samstarfi við atvinnutengingu VIRK og sífellt bætist í hópinn. Stór hluti þeirra er með undirritaða samstarfsyfirlýsingu og hafa beinan aðgang að atvinnulífstenglum VIRK sem auðveldar allt samstarf.

Á ársfundi VIRK 2023 var viðurkenningin VIRKT fyrirtæki veitt í fyrsta sinn til fyrirtækja sem sinnt hafa samstarfinu við VIRK sérlega vel og sýnt samfélagslega ábyrgð - og þannig hvatt önnur fyrirtæki til góðra verka. Össur Iceland og Vista verkfræðistofa fengu viðurkenninguna VIRKT fyrirtæki 2023.

Að þessu sinni hlutu 15 fyrirtæki og stofnanir tilnefningu og á ársfundi VIRK 29. apríl var Símstöðinni og Hrafnistu Laugarási/Sléttuvegi veitt viðurkenning sem VIRKT fyrirtæki 2024.

VIRK leitar stöðugt eftir samstarfi við ný fyrirtæki og stofnanir. Hægt er að hafa samband við atvinnulífstengla VIRK og fá nánari upplýsingar.


Fréttir

06.06.2024
30.04.2024

Hafa samband