Fara í efni

Upplýst samþykki

VIRK Starfsendurhæfingarsjóður leggur mikla áherslu á trúnað og öryggi.

Ráðgjafar VIRK, sérfræðingar VIRK og þjónustuaðilar fara með allar upplýsingar um einstaklinga sem trúnaðarmál og í samræmi við ákvæði laga og reglna um persónuvernd. Strangar öryggisreglur gilda um öll vinnuferli, upplýsingaöflun, meðhöndlun og vistun gagna.

Þegar einstaklingur kemur í þjónustu VIRK þarf hann að skrifa undir upplýst samþykki til að staðfesta að hann samþykki að upplýsingar séu vistaðar í skjalakerfi VIRK og hafa megi samband við heilbrigðisstarfsfólk sem kemur að málum hans í starfsendurhæfingarferlinu.

Getum við bætt efni síðunnar?

Hafa samband