19.05.2025
Allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi
Þegar leitað er upplýsinga um Ung VIRK verkefnið segir Elísa það hafa verið sett á fót hjá VIRK með það að markmiði að auka atvinnu- og eða námsþátttöku hjá ungu fólki. „Við leggjum helsta áherslu á að aðstoða fólk við að komast í vinnu eða nám með því að vinna með þær hindranir sem fólk er að glíma við þegar það kemur til VIRK."