Fara í efni

Fyrirmyndarfyrirtæki 2020

Til baka

Fyrirmyndarfyrirtæki 2020

VIRK er eitt 15 fyrirtækja sem teljast til fyrirmyndar í flokki meðalstórra fyrirtækja 2020.

Fyrirtæki ársins 2020 voru valin nýverið samkvæmt niðurstöðum könnunar sem VR stendur fyrir meðal þúsunda starfsmanna á almennum vinnumarkaði ár hvert.

Markmið könnunarinnar er að afla upplýsinga um viðhorf starfsmanna til síns vinnustaðar en könnunin er einnig vettvangur starfsmannanna til að segja stjórnendum hvað er vel gert og hvað mætti betur fara.

Fyrirtækin sem eru í fimmtán efstu sætunum í hverjum flokki í könnuninni teljast til fyrirmyndar og fá viðurkenninguna Fyrirmyndarfyrirtæki 2020. VIRK er eitt þessara fyrirmyndarfyrirtækja þriðja árið í röð og er í 10. sæti í flokki meðalstórra fyrirtækja.

Sjá nánar hér.


Fréttir

30.11.2022
23.09.2022

Hafa samband