Fara í efni

Þjónustukönnun VIRK 2019

Til baka

Þjónustukönnun VIRK 2019

Þegar þjónustuþegi lýkur starfsendurhæfingu hjá VIRK þá býðst honum að taka þátt í þjónustukönnun þar sem hann er beðinn um að svara spurningum um þjónustuna og einstaka þætti hennar.

Í þjónustukönnunni kemur m.a. fram að þjónustuþegarnir telja að þjónusta VIRK hafi haft mikil áhrif á stöðu þeirra. Við lok þjónustu er sjálfsmynd þeirra sterkari, starfsgeta meiri og líkamleg og andleg heilsa betri.

Um helmingur þeirra sem ljúka starfsendurhæfingu svara þjónustukönnuninni. Á myndunum hér fyrir neðan má sjá samantekt úr svörum þjónustuþega VIRK sem luku starfsendurhæfingu árið 2019.

Ummæli þjónustuþega

„Hjálpaði mér algjörlega að ná tökum á vinnu eftir erfið áföll.“

„Einstaklega góð og hjálpleg ráðgjöf, jafnvel til manneskju sem vildi hana ekki í byrjun.“

„Mörg úrræði fyrir allt mögulegt, til að hjálpa fólki að standa upp eftir áföll og halda áfram lífi sínu.“

„Nauðsynlegur stuðningur til að ná aftur fótfestu á vinnumarkaðnum.“

„Ég komst aftur út á vinnumarkaðinn með tilstuðlan VIRK og veit nú hvað ber að forðast til að lenda ekki aftur í örmögnun.“

„I thank VIRK service and my consultant directly for the attentive attitude, understanding and assistance provided to me.“

„VIRK kom mér á vinnumarkaðinn aftur, í frábært starf og í góðu standi sem ég hefði aldrei getað án VIRK.“

„Ég hélt ég kæmist aldrei aftur út á vinnumarkaðinn en er nú í fullu starfi og gengur vel.“

„Mjög ánægð með þá aðstoð sem ég fékk frá VIRK og ráðgjafanum um að komast aftur út á vinnumarkaðinn.“

„Ég vil koma fram þúsund þökkum! Jafnvel milljón í viðbót. Takk!“

 


Fréttir

30.11.2022
23.09.2022

Hafa samband