Fara í efni

Ráðgjafar hjá stéttarfélögum um allt land

Til baka

Ráðgjafar hjá stéttarfélögum um allt land

Undirbúningur er hafinn víða um land við að koma af stað ráðgjafaþjónustu hjá stéttarfélögum.  Á höfuðborgarsvæðinu er m.a. verið að skoða möguleika á samstarfi á milli mismunandi félaga um útfærslu á ráðgjafaþjónustunni en ljóst er að stærstu félögin s.s. Efling og VR munu hafa sína eigin ráðgjafa og að öllum líkindum fleiri en eitt stöðugildi. 

VR hefur boðið upp á þjónustu sem þessa núna um nokkurt skeið og mun í framtíðinni efla hana í samvinnu við Starfsendurhæfingarsjóð.   Efling var að ganga frá ráðningu á sínum fyrsta ráðgjafa og hefur hann störf núna í lok mars. 

Á landsbyggðinni er gert ráð fyrir að öll stéttarfélög hafi með sér samvinnu um ráðgjafastarfið og er nú verið að vinna að því að skipuleggja og koma því starfi af stað.  Búið er að ganga frá samningi við stéttarfélög innan ASÍ á Akureyri og Eyjafjarðarsvæðinu um starf ráðgjafa og undirbúningur er hafinn á Vestfjörðum, Suðurlandi og Vestmannaeyjum.  Á Akranesi og á Húsavík hafa síðan verið í gangi tilraunaverkefni um nokkurt skeið.  Stefnt er að því að koma starfinu af stað í flestum landshlutum fyrir sumarið.

Upplýsingar um ráðgjafa á hverjum stað fyrir sig er að finna á forsíðu heimasíðunnar undir, Ráðgjafar um allt land.


Fréttir

29.01.2024
23.01.2024

Hafa samband