Fara í efni

Nýtt upplýsingakerfi VIRK

Til baka

Nýtt upplýsingakerfi VIRK

Þann 14. maí 2018 tók VIRK í notkun nýtt tölvukerfi. Unnið hefur verið að þróun kerfisins í samvinnu við Advania undanfarið ár. Með tilkomu nýja kerfisins munu öll samskipti milli þjónustuaðila, einstaklinga í þjónustu, ráðgjafa og sérfræðinga VIRK færast yfir í nýtt rafrænt notendaviðmót. Nýja viðmótið bætir enn frekar örugg samskipti og upplýsingastreymi milli allra aðila.

Hætta er á að afgreiðslu erinda hjá VIRK tefjist í kjölfarið á upptöku nýja kerfisins en unnið verður hörðum höndum af því að lágmarka þá töf.   

14. maí fengu allir þjónustuaðilar og einstaklingar í þjónustu aðgang að „Mínar síður” í kerfinu. Með tilkomu nýja kerfisins munu allar pantanir á þjónustum og samskipti við þjónustuaðila, einstaklinga í þjónustu, ráðgjafa og sérfræðinga VIRK fara fram á ykkar svæði í kerfinu.

Til að komast inn í kerfið þurfa allir notendur að nota rafræn skilríki. Því þurfa allir notendur kerfisins að útvega sér slík skilríki til þess að geta tekið á móti pöntunum og átt í rafrænum samskiptum við VIRK. Ástæða þess að rafræn skilríki verða eingöngu notuð en ekki t.d. Íslykill er sú að rafræn skilríki eru talin öruggasta leiðin við aukenningu í dag.

Rafræn skilríki má nálgast hjá skilriki.is, í bönkum og hjá Símanum

Við hvetjum alla væntanlega notendur upplýsingakerfisins, þjónustuaðila, einstaklinga í þjónustu, ráðgjafa og sérfræðinga VIRK, til að tryggja sér rafræn skilríki svo hægt sé að tryggja áframhaldandi gott samstarf.


Fréttir

01.06.2021
01.07.2021

Hafa samband