Fara í efni

Er brjálað að gera?

Til baka

Er brjálað að gera?

Vitundarvakning VIRK, sem er hluti af stærra forvarnarverkefni, hófst nýverið með auglýsingum í sjónvarpi og á vefmiðlum sem vísa á velvirk.is en vefsíðan er hugsuð sem stuðningur við starfsmenn og stjórnendur á vinnustöðum. 

Við lifum í samfélagi þar sem sífellt fleiri virðast heltast úr lestinni vegna tímabundinna eða langvarandi veikinda. Svo virðist sem hluti af þessum veikindum sé til kominn vegna langvarandi álags bæði í starfi og einkalífi.

Velvirk síðunni er ætlað að halda utan um upplýsingar og gagnleg ráð í forvarnarskyni. Meginþema síðunnar er hvernig okkur geti liðið sem best á vinnustaðnum og náð að halda jafnvægi í lífinu almennt. 

Markmiðið með forvarnarverkefninu er að styðja við starfsmenn og stjórnendur til að sporna við brotthvarfi af vinnumarkaði vegna heilsubrests. Auk vitundarvakningarinnar og vefsíðunnar er einnig verið að undirbúa rannsókn á vegum VIRK. Rannsóknin miðar að því að einangra breytur sem hafa áhrif á endurkomu til vinnu eftir veikindafjarveru með það að leiðarljósi að hægt væri að nýta niðurstöðurnar til að fyrirbyggja brotthvarf af vinnumarkaði.

Stiklurnar/auglýsingarnar má sjá á Youtuberás VIRK.


Fréttir

29.01.2024
23.01.2024

Hafa samband