Fara í efni

Atvinnuþátttaka stuðlar að heilbrigðu samfélagi

Til baka

Atvinnuþátttaka stuðlar að heilbrigðu samfélagi

Atvinnuþátttaka eflir samfélagið, stuðlar að verðmætasköpun og eykur lífsgæði, það vilja allir vera þátttakendur í samfélaginu. Hafa hlutverk, finna að okkar sé þörf, tilheyra hópi og leggja okkar af mörkum. Öll viljum við reyna á okkur, setja okkur markmið, finna styrkleika okkar og glíma við hæfileg verkefni.

VIRK Starfsendurhæfingarsjóður hefur frá upphafi átt gott samstarf við atvinnulífið en undanfarin ár hefur verið gert átak í því hjá VIRK að aðstoða sérstaklega þá einstaklinga sem ekki hafa fulla vinnugetu í lok starfsendurhæfingar og þurfa því meiri þjónustu og aukna aðstoð út á vinnumarkaðinn.

Um tíu þúsund einstaklingar eru nú virkir á vinnumarkaði eftir starfsendurhæfingu hjá VIRK og samvinna VIRK við fyrirtæki og stofnanir skilar sér árlega í hundruðum nýrra starfa fyrir fólk með skerta starfsgetu. 

Atvinnuþátttaka stuðlar að heilbrigðu samfélagi - auglýsing

 


Fréttir

22.04.2024
03.04.2024

Hafa samband