Fara í efni

Ársrit VIRK 2020

Til baka

Ársrit VIRK 2020

Ársrit VIRK 2020 sem gefið var út á rafrænu formi í vor hefur nú verið prentað og dreift um allt land. Nálgast má ársritið á skrifstofu VIRK að Guðrúnartúni 1 eða á starfsstöðvum ráðgjafa VIRK um allt land. Finna má það rafrænt á Issuu og á vef VIRK með fyrri ársritum. 

Meðal efnis í ársritinu 2020 er ávarp Finnbjörns A. Hermanssonar stjórnarformanns og grein Vigdísar Jónsdóttur framkvæmdastjóra, Jónína Waagfjörð sviðsstjóri atvinnutengingar fer yfir hvað vinnustaðir geti gert til að auðvelda endurkomu til vinnu og Sigurlaug Lilja Jónasdóttir, Svanhildur Nína Jónsdóttir og Gunnhildur Kristjánsdóttir skrifa um ungt fólk í starfsendurhæfingu og UNG19 verkefni VIRK.

Auður Þórhallsdóttir sviðstjóri mannauðsmála fjallar um mannauð VIRK, Ásta Sölvadóttir sviðsstjóri fer samstarfið við þjónustuaðila VIRK og Ingibjörg Loftsdóttir sviðsstjóri rýni og forvarna greinir frá VelVIRK forvarnarverkefninu.

Þá fjalla Guðrún Ágústa Eyjólfsdóttir og Berglind Stefánsdóttir, sálfræðingarnir og sérfræðingar hjá VIRK, um allskonar kvíða annars vegar og nýja skilgreiningu á kulnun hinsvegar og Þorsteinn Gauti Gunnarsson ráðgjafi hjá VIRK rýnir bók Sirrýjar Arnardóttur Þegar kona brotnar - og leiðin út í lIfið á ný".

Rúsínan í pylsuenda ársrits VIRK 2020 er svo grein Dr. Christinu Maslach prófessors við Berkeleyháskóla í Kaliforníu „Að finna lausnir á kulnunarvandanum“

Auk þessa þá er í ársritinu að finna greinargóðar upplýsingar um starfsemi VIRK, viðtöl við ráðgjafa VIRK og atvinnulífstengla, viðtöl við þjónustuþega sem lokið hafa starfsendurhæfingu sem og viðtöl við samstarfsaðila VIRK.

Sem fyrr segir þá er hægt að nálgast rafrænt eintak af ársriti VIRK 2020 hér og hér.


Fréttir

22.04.2024
03.04.2024

Hafa samband