Fara í efni

Þjónustukönnun VIRK

Til baka

Þjónustukönnun VIRK

Alls hafa um 6.700 einstaklingar útskrifast úr starfsendurhæfingarþjónustu á vegum VIRK frá árinu 2010.

Við lok þjónustu eru einstaklingarnir beðnir um að taka þátt í þjónustukönnun og um helmingu þeirra tekur þátt í könnunni. Niðurstöður þjónustukönnunarinnar sýna að þátttakendur eru undantekningalítið mjög ánægðir með þjónustuna og telja hana auka verulega lífsgæði sín og vinnugetu eins og sjá má á myndinni hér til hliðar.

Þá gefst einstaklingum möguleiki á að setja inn ummæli í könnuninni - hér eru dæmi um nokkur slík:

„Ég vil koma fram þúsund þökkum! Jafnvel milljón í viðbót. Takk!“

„Ég er einfaldlega ákaflega þakklát því fólki sem kom að mínu máli. Ég hélt að ég færi aldrei aftur út á vinnumarkaðinn. Ég gat ekki sest í stól þegar ég kom í fyrsta tímann minn, en nú er ég í 100% starfi og allt gengur vel. Ég er ekki að fullu góð, en ég vildi þakka fyrir allt sem starfsmenn VIRK eru búnir að gera fyrir mig til að hjálpa mér við mínum veikindum.“

„Ég er þakklát fyrir starfsendurhæfingu VIRK sem kom mér aftur á lappirnar eftir að hafa hrasað og dottið út af vinnumarkaði.“

„Takk fyrir mig. VIRK hjálpaði mikið þótt að ég hafi ekki komist á vinnumarkað eftir tímann hjá VIRK en ég fékk úrræði og stefni á vinnumarkað eftir það.“

„Mér fannst mjög gott að koma og fá aðstoð í gegnum VIRK. Það styrkti mig og sjálfsmynd mína að fá aðstoð í gegnum VIRK. Ég þakka kærlega fyrir mig.“

„Ég er mjög ánægð með alla þá þjónustu sem ég fékk hjá VIRK, sér í lagi ráðgjafann sem reyndist mér mjög vel.“

„Ég vil þakka VIRK fyrir góða þjónustu og aðstoð við að hefja aftur starf.“

Fleiri svör við helstu spurningum í þjónustukönnunni má sjá í myndunum hér að neðan.

 

 


Fréttir

29.01.2024
23.01.2024

Hafa samband