Fara í efni

Ársfundur VIRK 2014

Til baka

Ársfundur VIRK 2014

Ársfundur VIRK verður haldinn þriðjudaginn 29. apríl kl. 8:00 – 12:00 á Grand hótel Reykjavík.  Dagskrá ársfundarins skiptist í tvennt. annars vegar eru fróðleg erindi frá kl. 8:30 – 10:30 og kl. 11:00 hefjast hefðbundin ársfundarstörf.   

Ársfundurinn er opinn öllum en hægt er að velja á milli þess að sitja einungis fyrri hluta ársfundarins eða sitja hann allann.  Skrá þarf þátttöku hér á heimasíðu VIRK í síðasta lagi föstudaginn 25. apríl.

Athygli er vakin á sérstökum gestafyrirlesara á ársfundinum.  Það er Annette de Wind  tryggingalæknir og sérfræðingur frá Hollandi sem mun gera grein fyrir þeim breytingum sem hafa átt sér stað í Hollandi undanfarin ár þar sem aukin áhersla er á það í almannatryggingakerfinu að meta getu til starfa en ekki vangetu.  


Fréttir

30.11.2022
23.09.2022

Hafa samband