Fara í efni
Til baka

Stuðningur við starfsmann með kvíða

Stuðningur við starfsmann með kvíða

Í nágrannalöndum okkar hefur verið lögð mikil áhersla á það á undanförnum árum að stjórnendur séu vakandi fyrir vellíðan starfsfólks með tilliti til andlegra erfiðleika eins og streitu, kvíða og þunglyndis. Hér á landi er þessi umræða ekki komin eins langt á veg. 

Í nágrannalöndum okkar hefur verið lögð mikil áhersla á það á undanförnum árum að stjórnendur séu vakandi fyrir vellíðan starfsfólks með tilliti til andlegra erfiðleika eins og streitu, kvíða og þunglyndis. Hér á landi er þessi umræða ekki komin eins langt á veg. Margir stjórnendur eru óvissir um hvernig þeir geta brugðist við og aðstoðað starfsfólk sitt í þessum efnum. Starfsfólk er sömuleiðis oft í vafa um hvernig það á að styðja vinnufélaga sína sem glíma við kvíðaraskanir eða alvarlegt þunglyndi.

Reynsla og rannsóknir hafa sýnt að því fyrr sem stjórnendur grípa inn í streitu- eða kvíðaástand starfsmannsins með því t.d. að sýna honum stuðning, taka af honum tímabundið álag eða breyta vinnuskipulagi, þeim mun líklegra er að hann geti tekist á við líðan sína með farsælum hætti og náð bata fyrr. Einnig getur verið gott fyrir starfsfólk og vinnustaðinn sem heild að umræða um andlega líðan starfsfólks sé opin og einlæg.

Hér má nálgast reynslusögu leikskólastjóra um stuðning við starfsmann með kvíða.

Getum við bætt efni síðunnar?

Hafa samband