Fara í efni

VIRK Mannauðshugsandi vinnustaður

Til baka

VIRK Mannauðshugsandi vinnustaður

VIRK Starfsendurhæfingarsjóður er á meðal leiðandi íslenskra vinnustaða sem uppfylla ströng skilyrði HR Monitor til að vera útnefndur Mannauðshugsandi vinnustaður árið 2021.

Til að vera meðal leiðandi íslenskra vinnustaða sem uppfylla ströng skilyrði HR Monitor til að vera útnefnd Mannauðshugsandi vinnustaðir þarf VIRK að hafa á 12 mánaða tímabili keyrt mannauðsmælingar meðal allra starfsmanna í hverjum ársfjórðungi eða frá fjórum til tólf sinnum á ári.

Þá hefur VIRK upplýst starfsmenn reglulega um niðurstöður mannauðsmælinga og árangur vinnustaðarins ásamt því að veita stjórnendum yfirsýn yfir árangur sinna sviða, deilda og hópa. Með þessu móti er sýnt í verki að mannauður VIRK skiptir miklu máli.


Fréttir

03.04.2024
29.01.2024

Hafa samband